Hljómlistin - 01.02.1913, Blaðsíða 4
34
HLJOMLISTIN.
Önnu Peteisen, en æfði sig þó jafnframt við
harmonium og lærði hann vel að fara með
bæði þessi hljóðfæri. Einkum er það þó
harmoniumspil, sem hann hefir gelið sér mest
orð fyrir, enda mun hiklaust mega segja, að
i þeirri list sé hann fremstur allra hérlendra
manna. Árið 1897 fékk hann styrk hjá Al-
þingi til utanferðar til að menta sig betur í
sönglislinni og var hann svo veturinn 1898 —
'99 í Kaupmannahöfn og naut hann þar kenslu
lijá afbragðskennurum; lærði hann þá organ-
slált hjá prófessor Joh. H. Nebelong, organ-
leikara við St. Jóhanneskirkjuna, en tónfræði
hjá P. Rasmussen, organleikara við Garnison
kirkjuna. Báðir eru þessir menn frægir tón-
snillingar.
Þegar Steingrímur Johnsen, söngkennari,
andaðist um árslok 1900, tók Brynjólfur við
söngkenslunni í mentaskólanuni, og við lát
Jónasar Ilelgasonar 1903, var honum einnig
falin söngkensla í barnaskólanum og kensla
organleikaraefna. Öll þessi störf hefir hann
haft á hendi síðan.
Þegar lilið er yfir starf Brynjólfs í þarfir
sönglistarinnar og útbreiðslu hennar, þá er
það ekki lítið, því fjöldamörgum hefir hann
kent og æft við söng eða harmóniumspil og
eru sumir þeirra meðal hinna fremstu organ-
leikara nú hér á landi; má þar til dæmis nefna
einn þeirra, Sigvalda Iækni Sle/ánsson á Ár-
múla, sem sjálfsagt gengur Brynjólfi næslur,
að þvi er harmoniumspil snertir. Annars er
það tvent sem hver maður hlýtur sérstaklega
að undrast yfir og dást að hjá Brynjólfi og
er það fyrst hvað hann Iiefir náð góðum tök-
um á harmóníum og fimleika að leika á það
með þeirri snild, er hrífur alla sem til hans
heyra, og hefir liann þar þó kent sér mest
sjálfur með æfingum og rannsókn á lögum
þeim, sem hann leikur, því þótt ha:m hafi
verið einn vetur ytra nægir það ekki til að
verða fullnuma nema undirbúningurinn sé
orðinn afbragðsgóður áður, og æfingum síðan
stöðugt haldið áfram, en það hefir hann lika
svikalausl gert þó hann hafi ávalt verið ldað-
inn ærnum öðrum störfum. Annað sem mað-
ur næstum undrasl yfir er það, livað vel hon-
um tekst að kenna börnum söng. Við söng-
próf í barnáskólanum er unun að vera og
heyra börnin syngja undir stjórn Brynjólfs,
þau koma fram eins og fullorðinn, vel æfður
söngflokkur, sem hefir liaft afbragðsgóðan
kennara.
Af ritverkum eftir Brynjólf er ekki annað
en Organlónar, það er safn af vel völdnm
lögum útsett fyrir harmoníum. Kom fyrsta
hefti þeirra út 1911 og nú er næsta hefti
bráðum fullprentað og kemur líklega fyrir
páskana. Textar sérstakir fylgja báðum lieft-
unum.
Brynjólfur er kvæntur Guðnýju Magnús-
dóttur frá Eyrarkoti í Vogum. Bróðir lians
er Þorkell Þorláksson, ritari í Stjórnarráðinu,
söngvinur mikill og lislfenginn maður, sem
eflaust mundi hafa orðið mjög nýtur söng-
fræðingur eða málari ef hann hefði lært þær
listir og gert þær að aðalslarfi sínu. Þriðji
bróðir þeirra var Sigurður, póstþjónn, söng-
vinur mikill líka og iþróttamanns efni, en dó
ungur.
Pessa listamannsgáfu munu þeir bræður
hafa haft úr föðurætt sinni. Þorlákur faðir
þeirra var lista söngmaður og fleiri menn í
hans ætt.
Sigfús Einarsson er fæddur 30. jan. 1877 á
Skúmsstöðum á Eyrarbakka, sonur Einars
kaupmanns Jónssonar og Guðrúnar Jónsdótt-
ur frá Undirhamri í Hafnarfirði, og er faðir
hans nú dáinn en móðir hans Iifir enn. Árið
1892 kom hann i mentaskólann í Reykjavík
og seltist þá i 1. bekk, en útskrifaðist þaðan
um vorið 1898 og fór þá samsumars lil há-
skólans í Kaupmannahöfn, tók þar heimspek-
ispróf og las síðan lögfræði um tíma en gal'
sig þó altaf jafnframt við söng. Fékk hann
svo styrk hjá Alþingi til söngfræðisnáms og
hætti þá við laganámið. Siðan hefir hann
gefið sig allan við sönglistinni.
Hann lærði að syngja hjá Vald. Lince, sem
nú er kennari við söngfræðsluskólann í Kaup-
mannahöfn, og fór hann þá jafnframt að lesa