Hljómlistin - 01.02.1913, Blaðsíða 5

Hljómlistin - 01.02.1913, Blaðsíða 5
HLJÓMLISTIN. 35 söngfræði, fyrst tilsagnarlaust en síðar hjá Aug. Enna, bezta núlifandi söngleika tónskáldi Dana. Meðan Sigfús var í Kaupmannahöfn stofn- aði hann þar sönglélag meðal íslenzkra slú- denta og skemti það þar oft á samkomum íslendinga, einnig söng það nokkrum sinnum opinberlega og fékk lof mikið fyrir hjá merk- um söngdómurum í dönskum blöðum. Líka aðstoðaði það félag »Palai-konserlana«, sem alkunnir eru í Kmh. og ekki eru viðriðnir nema valdir söngkraftar. Sigfús var ávalt stjórnandi félagsins, en þegar hann fór frá Kaupmannahöfn, datt það úr sögunni. Hann dvaldi hér heima sumarið 1904 og héll liér þá kirkjusöngva í félagi við Brynjólf Þorláksson. Sumarið eftir kom hann heim aftur og með honum dönsk söngkona frk. V. Hellemann, sem nú er gilt honum. Þau héldu hér samsöngva um sumarið, fóru svo um haustið til Noregs og sungu þar víða opin- berlega og eins í Kaupmannahöfn, er þau komu þangað úr Noregsförinni. Vorið eftir, 1906, giftust þau i Kaupm.höfn, en um sum- arið ferðuðust þau liér kring um land og héldu söngskemtanir á Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði. Um haustið setlust þau að hér í Reykjavík og hafa verið hér síðan. Söngflokka liefir Sigfús æft hér og lialdið marga samsöngva, einkum nú í seinni tíð, síðan söngfélagið 17. ji'iní var stofnað og hafa þeir verið vel sótlir og þólt hin bezta skemt- un, enda er Sigfús ágætur söngstjóri og æfir vel söngflokk sinn. Samsöngva hefir hann og haldið nokkra í dómkirkjunni. Iíenslu i söng og liljóðfæraslælli hafa þau bæði liaft hjónin, Sigfús og kona hans. Frú Valborg Inger Elisabeth, kona Sigfús- ar, er ágæt söngkona, Hún er dóttir Alfr. Hellemanns cand. polyt. í Kaupmannahöfn og fædd þar 2. maí 1883. Söng lærði hún hjá frú Sophie Keller og píanóslátt hjá Orth kennara við sönglistaskólann í Kaupm.höfn. Sigfús er ágætur kennari og hefir aðsókn til lians verið miklu meiri en hann hefir get- að komist yfir að kenna og liafa því margir orðið þar frá að hverfa. Fasta kenslu hefir hann nú við 3 skóla, barnaskólann, kvenna- skólann og kennaraskólann. Hann er sá eini kennari hér í Reykjavík, sem kent getur að fullu hljómfræði. Við söngkenslu hefir hann liaft finsk-belgisku aðferðina og hefir hún gefist hér vel eins og annarsstaðar og munar miklu hvað fljótara er að læra eftir lienni, enda er liún nú alstaðar að ryðja sér til rúms við skóla erlendis. Sigfús er iðjumaður mikill, reglusamur og kappsamur við starf sitt, enda hefir hann síðan hann fór að vinna fyrir sönglistina, rult henni víðari braut hér á landi en nokk- ur maður hefir áður gert á jafnskömmum líma. Hljómfræði þeklist hér varla áður, en nú eru margir farnir að kynna sér liana. Tónskáld er hann gott og ágætur raddsetjari. Af ritum er margt koinið út eftir hann og er þelta hið helzta: íslenzk sönglög fyrir fjórar karlmannaradd- ir, Kmh. 1903, kostnaðarm. Sig. Kristjánsson. Lofgjörð úr Daviðssálmum fyrir karla- og kvennaraddir, með undirspili. Rvik 1904. Bókv. Guðm. Gamalíelssonar. Hörpnliljómar Islenzk sönglög fyrir tjórar karlmannaraddir. Rvík 1905. Koslnaðarm. Guðm. Gamalíelsson. Til fánans. Rvík 1906. Bókv. Sig. Ivristjáns- sonar. Að Lögbergi. Lag fyrir karlm.raddir. Rvík 1907. Bókv. Guðm. Gamalíelssonar. Jónas Hallgrímsson. Lag fyrir fjórar karbn,- raddir. Rvík 1907. Bókv. Guðm. Gam. Al- menn söngfræði lianda byrjendum. Rvik 1909. Bókv. Guðm. Gam. Stult kenslubók i hljóm- frœði. Rvik 1910. Bókav. Sigf. Eymundss. Tvö sönglög fyrir karla og kvennaraddir með undirspili. Bókv. Guðm. Gam. Alþgðusönglög I. Rvík 1911. Bókv. Sigf. Eymundssonar. Al- þgðusönglög 11. 17 þjóðlög fvrir harmoníum. Rvík 1912. Bókv. Sigf. Eymundss. Auk þess sem hér er lalið hefir hann ritað smásöngbækur fyrir barnaskóla 3 hefti og Kirkjusönghók Jónasar Helgasonar 2. úlgáfu endurskoðaða, sem reyndar er svo mikið breytt frá fyrri útgáfunni að hún með réttu ætti að heita kirkjusöngsbók Sigfúsar. Frá

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.