Hljómlistin - 01.02.1913, Blaðsíða 10

Hljómlistin - 01.02.1913, Blaðsíða 10
40 HLJÓMLISTIN. Skýrslurnar um útfluit Fortepiano frá Þýzkalandi á síðastl. 3 árum, lita þannig ut: 1910 eru útflutt 63,529 Fortepiano og er verð þeirra 37 millj. 970 þús. Ríkismörk. 1911 — — 73,611 —--------------- — 44 — 134 — 1912 — — 74,615 —-----------— — 46 — 024 — »Og er þetta« — svo segir í síðustu skýrslu — »hérumbil 50°/o meira en útflntningnum nam frá öllum öðrum löndum heimsins til samans, þeirra, er framleiða og flytja út Fortepiano. Jón Pálsson. Nýtt harmoníum »25000«. Nú fyrir áramótin lét hirðsalinn M. Hörúgel í Leipzig-Leutzsch frá sér fara eitt hið fullkomnasta Orgel-Harmonium sem smíðað hefir verið og var. það liið 25000. í röðinni, er hann hefir smíðað í þau 19 ár, sem liðin eru síðan verksmiðja hans var stofnuð (1893). Hljóðfæri þetta keypti söngvinur einn í Sviss og gaf 2500 mörk (2250 kr.) l'yrir. Það hefir 8*/® raddir, 51/* áttundir, 3 hnéspaða og 29 registur. Að ytra útliti er það eins og Orgel- Harm. það er sr. Friðrik Friðriksson keypti frá þessari verksmiðju fyrir skömmu handa K. F. U. M„ og kostaði 860 mk. og mörg registur í því hin sömu sem í þessu. Registranöfn- in í þessu nýja hljóðfæri, sem H. Hörúgel nefnir »25000«, eru þessi: Bass: Diopason 8' Horn Echo 8' Viola 4' Viola dolce 4' Aeolusharfe 2' Bourdon 16' Subbass 16' Fagott 8' Aeola aetheria 8' Diskant: Melodia 8' Hohlflöte 8' Flúte 4' Voxjubilante 8' Seraphone 8 ' Cello 16' Musette 32' Oboe 8' Aeola aetheria 8' Schalmei 8' Waldhorn 16' Pikkolo 2' Mech. Register: Bass-Forte Diskant-Forte Oktavkoppel Vox humana Forte Expressiv Fernwerk Prolongement Transpositeur og svo ýmsar verkanir hné- spaðanna. Eins og venja er til þegar eitlhverl sérstakt númer »hleypur af stokkunum«, var mikið um dýrðir meðal starfsmanna verksmiðjunnar: Hátiðahald með mikilli viðhöfn og þessa getið í flestum söngritum landsins með mynd af hljóðfærinu o. s. frv. Jón Pálsson. Fylgiblað: Föstuhugvekja eftiv Joseph Franck. Joseph Franck, sem föstuhugvekjan er eftir og nú fylgir blaði þessu, er franskt tónskáld og bróðir Cæsars Franck, sem talinn er einn meðal beztu lónskálda Frakka á siðari liluta 19. aldar. Joseph er ekki eins frægur, en þó talinn með betri tónskáldum þeirra. Hann var fæddur í Liittich 1820 og lifði fram á þessa öld. Föstuhugvekjur hans, eða »IIug- leiðingar við krosstréð«, sem hann nefnir þær, eru 14 og hver annari fallegri. Prcntsmiðjan Gutenberg 1913.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.