Hljómlistin - 01.02.1913, Blaðsíða 8

Hljómlistin - 01.02.1913, Blaðsíða 8
38 HLJÓMLISTIN. Fétur Guðjónsson f. 29. nóv. 1812. Lag: Þú vorgyðja svífur- Ó, vekið nú tónanna vonsæluraust um vaxandi efling til þarfa, og fagnið þeim hal, sem úr húmfjötrum hraust fyr’ hundraði ára til starfa — og þakkir og virðing ber þúshundruðföld fyr’ það, sem ei gleymist þó liðin sé öld. Og heill syng þeim ötula ættjarðarmög, er íslenzka söngsnilli vakti; til batnaðar umskóp það höndin ’ans hög á helfrosnu strái sem blakti; 'ann barðist mót vanans og villunnar þrótt en vild’ ekki bugast þó dimm væri nótt. Þú tónanna hreimur, þú heilaga mál, er helgustu strengina hærir og lifandi guðsveig í lifandi sál með ljósvakinn unað þú færir, þér helgaði starfið sitt — háleitt og frítt — inn hugstóri beimur, sem unni þér blítl. Og heiður þér snillingur! starf þitt er kærl hjá Snælandsins þakklátu niðjum, er muna það.ávalt hvað fékstu þeim fært til frama, — er leysti úr viðjum þau öfi sem þeir áttu en þektu ei þá, er þú fórst að vinna og reyna þau á. Svo lengi er söngurinn mannshjartað má af munblíðri sæluraust fylla — svo lengi hans blíðvakin, brennandi þrá i brjóstunum lifir — þig hylla mun islenzka þjóðin og þakka þér fyrsl er þektir og megnaðir glæða þá list. Sig. Fr. Einarsson. Yfirlit helztu hljómleika í Reykjavík 1912. »17. júní« (karlakór undir stjórn Sigfúsar Einarssonar) liafði hljómleika í »Bárubúð« föstudaginn 1. marz og sunnudaginn 3. s. m. og var sá söngur endurtekinn í þriðja sinn, eftir almennri áskorun bæjarbúa. Um 20. marz hafði hljóðfæraílokkur hr. Oscars Johansen hljómleika (12 menn léku). A afmæli Jóns Sigurðssonar forseta, söng karlakórið »17. júní« af svölunum á Hótel Reykjavík. 20. júlí hélt frú Johanne Sæmundsen sam- söng til ágóða fyrir mannskaða samskolin. 22. júlí hafði hr. Haraldur Sigurðsson frá Ivallaðarnesi Piano-hljómleika. Lék meðal annars Sónötu eftir Beethoven (op. 27), Wanderer-Fantasie (op. 15) eftir Schubert, Intermesso (op. 118) eftir J. Brahms, Polo- naise (op. 44), eftir Chopin. Endurtók hljóm- leik sinn í sept. með breytingum. 10. ágúst efndi hr. Jónas Páisson söng- kennari frá Winnipeg til Pianohljómleika. 27. okt. hafði hljóðfæraílokkur hr. P. Bern- burgs liljómleika. 17. nóvember héldu þær frú Valborg Ein- arsson og jungfrú Herdís Matthíasdóltir (skálds) samsöng. 29. nóv. var háður kirkju-konsert (kór karla og kvenna) undir sljórn Sigfúsar Ein- arssonar, í lilefni af 100 ára aímæli P. Guð- johnsens. Einsöngva sungu: frú Valborg Ein- arsson, jungfrú Anna Jónsson og bóksali Pétur Halldórsson. Frá Pingeyri við Dýraijörð. Á Þingeyri er söngfélag, sem heitir »Svan- ur«, stofnað 1908; í því eru eingöngu karl- j menn. Stjórnandi þess er og hefir verið Bjarni Pétursson kennari, meðlimir þess eru

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.