Heimir - 24.12.1904, Side 15
H E I M I R
127
cfli þekkirgu og frjálsa rannsókn, þrenningarmenn meö því, aö
senda kristniboða út um heiminn.
Á þennan hátt vaknaöi nýtt fjör og líf. Hver í sínu Iagi
kepptist viö að veröa hinum fyrri til. Þekking og vísindi blómg-
uöust, og kyrkjan óx ár frá ári fyrir trúboöunaráhugann. Lengi
vel voru þó þessar stefnur andvígar, og eru þaö enn, þótt þær í
sannleika heföi vel getaö farið sarnan.
En hinn kyrkjulegi framfaraflokkur varð ekki eyðilagður.
Áhrif hans og Dr. Channings uröu æ víötækari, unz aö nú er svo
komiö, aö flestar þær kenningar, er hann barðist fyrir, eru nú
orðnar almennt viðurkenndar, og menn búnir að gleyma, hversu
þær urðu til. Enda sjaldan aö því spurt.
Bandarfkja þjóöin hefir heiðrað minningu hans með því, að
festa upp mynd hans í „The Hall of Fijme", er byggt var í / \
Philadelphiu sem minnisvarði yfir þá, er rnest höfðu unnið og
afrekað þjóð sinni til heilla og blessunar. Og þjóöin hefir og
mynd lians víðar. I stjórnarskrá landsins var aukið lagagrein,
er afnemur um alla tírna alla mam/sölu innan taknrarka þess
ríkis. Þaö var eitt af hans stærstu áhugamálum, þótt honum
entist ekki aldur til aö sjá það til lykta leitt.
Alla æfi átti Dr. Channing við langvarandi heilsuleysi aö
stríða, er smá ágeröist eftir því senr aldurinn færöist yfir hann.
Hann var óhlífinn sjálfum sér. Eftir stutta sjúkdómslegu and-
aöist hann í Boston 2. okt. 1842, og yfir gröf hans stendur nú
ein veglegasta myndastyttan, er sett hefir veriö niöur hér megin
hafsins.
Flúrlist.
Átti ég eina
æskuþrá hreina,
sem leizt mér í lífinu’ að reyna.
Þeir nefndu’ hana útflúr og óþarfa list,
sem ei gæfi peninga neina,