Heimir - 24.12.1904, Side 25
H E I M I R
137
lítið yfir ööru að segja en deild lærða skólans (College). Forseta
var og einnig falið á hendur, að segja fyrir um alla tilhögun
kennslunnar. Hann átti að hafa eftirlit með [öllu, en sjálfur
hafði hann enga kennslu á hendi.
Skjótt, eftir að Eliot tók við stjórninni, voru ýmiskonar
gömul ákvæði afnumin, er skólanum stóðu bæði fyrir áliti og
þrifum. Þaö hafði verið mikið stríð með að skylda alla nem-
endur að ganga til bæna á hverjum morgni, og kyrkjuganga var
heimtuð, en hann smá rýmkaði um það, unz hann afnam það
algjörlega, að piltar væri skyldaöir til þess, fram yfir það, sem
þeirn bezt líkaði sjálfum. Hann tók og upp, að leyfa nemendum
að velja um svo og svo margar greinar, án þess að vera skuld-
bundnir til að taka þær fram yfir það sem þeim sýndist. Og er
nú komið svo, aö hver einasta grein, sem kennd er, er kjörgrein
í stað þess, að áðnr var allt skyldunám, og piltar höfðu um ekk-
ert að velja. Ef inntökuskilyrðunum er fullnægt nú, þá má
nemandinn velja sér sinn eiginn veg gegnum skólann.
Þetta voru nýmæli mikil fyrst, er hann innleiddi þetta nýja
fyrirkomulag. Og til þessa hefir það verið mikið deiluefni með-
al fræðimanna, en þó hafa fiestir orðið á, eitt mál sáttir um á-
gæti þess.
Dr. Eliot hefir ekki skrifað margar bækur, en þrátt fyrir
það er hann álitinn fremstur allra menntamálafræðimanna þess-
arar álfu. Hann hefir flutt fjölda fyrirlestra, og svo að segja
hamrað skoðanir sínar inn í amerísku þjóðina.
I öllum sínum opinberu ræðurn segir hann mönnum hik-
laust, að hann byggi allar sínar skoðanir í kennslumálum á trú-
arbrögðum sínum. Fyrirkomulag og kennsluaðferð er sú, að
lofa þeim, er komnir eru til vits og ára, að velja fyrir sig sjálfa.
Og hann segir það bregðist sjaldan, að maðurinn velji það, sem
bezt eigi við og honunr sé fyrir beztu; og gjöri hann það ekki,
þá inuni að minnsta kosti ekki aðrir gjöra það.
Þetta segir hann að veki hjá nemanda meðvitund fyrir á-
byrgð, er hann verði sjálfur að bera, og um leið dragi fram það
bezta, sem hjá honum býr. Ábyrgðarlausum og siðferðislausum
skólakálfuin hefir engin þjóð gagn eða gæfu af.
Hann segist þess vegna vilja lofa því góða í manninum að