Heimir - 24.12.1904, Qupperneq 23
II EI M I R
135
ast af fortölum lækna aö fara. Hann sigldi til Vestur-Indía 11.
maí um vorið; þaðan fór hann eftir skamma dvöl til Lundúnaog
áfram til Rómaborgar. Þar var hann um veturinn. En sjúk-
dómur hans ágerðist meir og meir, og er voraði, vildi hann það-
an burt. „Eg vil ekki deyja hér", sagði hann, „eg vil ekki bera
beinin hér í þessari fyrirlitlegu mold. Eg vil til Florence, og
þangað skal eg." Þvert á móti læknisráðum lagöi hann af stað
áleiðis þangað með farþegjavagni, er ók þar á milli. Hann var 5
daga á þessari ferð og svo veikur, að hann gat ekki setið uppi.
Skömmu eftir aö hann kom til Florence missti hann ráðið. —
llonum fannst hann vera kominn til Boston, og talaði um það
við konu sína, að hann viidi biðja Clarke (James Freman) að
tala yfir sér. „Þeir koma fyrir mína skuld." — En þeir komu
ekki. Það var breitt haf niilli Boston og Florence.
Fimmtudaginn 10. maí 1860 kom kallið, og æfi hans var
öll. Hann var ausinn moldu sunnud. næstan á eftir, og er gröf
hans í einu horni protestantiska grafreitsins þar rétt fyrir utan
borgina. Fáir \oru viðstaddir greftranina, og útfararathöfnin
var mjög óbrotin, að eins nokkur vers lesin úr I'jallræðunni. -
Að því búnu var gröfin fyllt og farið burt.
Grafaraþankar.
j*
Já, þið eruð hissa’ að eg harma’ ekki þann,
sem hvílir þar nár á fjölum,
og að eg ei götva hvern einasta mann
með ekka og harmatölum.
En oftast mig skifta það engu eg læt,
þótt alfaðir missi sauði.—
Ef græt eg hinn látna, af að lifa eg græt,
því lífsins uppspretta’ er dauði.
VlÐAR.