Heimir - 24.12.1904, Side 10
J 22
HEIMIR
in með nokkurri löggjöf, hversu öfug sem hún kann að vera,
nema því að eins að náttúriilöginálinu sjálfu verði hrundið. Þeir
sýndu fram á, hversu þessi réttindi voru fótum troðin, og hvaða
lagfæringu menn ættu fulla heimtingu á.
En það var að eins heimspekingum, er leiðst að tala þann-
ig, og almúgamaðurinn hvorki þorði að hugsa né hugsaði svo
hátt. Að guð hefði skapað alla menn jafna, var að eins fögur
hugsjón. Þar við sat. Því ef svo hefði verið, hvað varð þá úr
aðalsstéttinni og konungaættunum, er komnar voru frá guðun-
um ?
Það var fyrst, er nýlendubúar á vesturströnd Atlantshafsins
fóru að hafa njósnir af þessum nýju frelsis orðum, að þau urðu
meira en hugsjónir. Það var enginn betur fær um að meta þau
en einmitt þeir. Þeir komu að óbyggðu landi. Þeir höfðu
myndað þjóð, og þótt misjafnt væri skift verkum meðal einstak-
linga þeirrar þjóðar, þá höfðu þó allir byrjað líkt, haft við svip-
uð kjör að búa, verið sama eðlis og af sama berginu brotnir.--
Stéttaskipunin, verkaskiftingin— hvorttveggja var til orðið fyrir
fólksins náð, eins og öll stéttaskipun hefir ætíö í fyrstu til orðið.
I einu orði sagt, það var svo skammt liðið frá landnámstfð, aö
þeir gátu hæglega horft til baka og séð á því, hvernig þjóðirnar
verða til, að það er að eins aldurinn og tímalengdin, er helgar
það, sem kemst í hefð og tízku — í fyrstu vegna nauðsynlegrar
verkaskiftingar— en ekki nein órjúfandi lög. Hold og blóð er
ætíð það sama, hvað öðru líkt, og að eins hold og blóð.
Þessar skoðanir áttu því fyrst gengi meðal þeirra. Og þær
voru gjörðar að meiru en skoðunum, þær voru gjörðar að virki-
legum og áþreifanlegum sannleika.
Bandaríkjamenn opinberuðu heiminum fyrstir þann sann-
leika, að allir menn væri jafningjar í því, að þeir ætti allir sama
rétt til lífs og lima, að enginn þjóðhöfðingi, hversu voldugur sem
hann væri, væri „konungur fyrir guðs náð", heldur væri veldi
hans og ríkdómur tilbúinn af mönnum, og þann sem mennirnir
hefði upphafið, þann gæti þeir og lítillækkað, strax og hann not-
aði vald sitt til þess að aftra velmegun lands og þjóðar.
Það er sagt, að Grikkland hafi fyrst opinberað heiminum
listina, Róm lögspekina, og á sama hátt mætti segja, að Banda-