Heimir - 01.01.1909, Side 3
H E I M I R
147
Eg skildi þá að guð ekki í skræðum fornum býr,
eg skildi að guð er lífstraumur ævarandi nýr.
Og viljir þú hann finna þá farðu ei kyrkju í,
en findu hann í sjálfum þér og lífsafli því,
sem þú og eg ert neisti af og þáttur óslítandi.
Þú finnur ekki sjálfs þíns gnö í sögu nokkurs lands,
þú segist bara trúa á fornar myndii hans.
I-Iann breytist eftir þroska og viti voru og trú,
þess veglegri sem guð þinn er, því betri og meiri ert þú.—
Hið göfugasta í sál þinni er guö þíns lífs og dauða.
þorstcinn þorsteinsson.
FRAMSÓKN.*
----:o:---
,,l>eir fyrstu eru liinir síðustu o<i
siðustu hinir fyrstu.“—Kristur
ÆRU VINIR.— Vér höfum oft íhugað stuttlega
þá staðhæfingu aö heiminum hafi skilað áfram. Og
öll sömun játum vér þann sannleika, því það er ekki
mál sem nokkruin blandast hugur um nú, hversu
sem hann kann að sýna þá trú, og hversu samkvæm-
ur sem hann kann að vera því áliti, í allri sinni breytni og
gjörðum.
Það er líka eins og sannað huga vorum með daglegum við-
burðum, því daglega horfum vér upp á stórkostlegar breytingar
umskifti. Þegar vér segjum „í fyrra".-þýðir það tímabil með
öðrum einkennum en nú. „Fyrir 10 áruin," eða „fyrir 20 ár-
um", þýðir næstum algjöra breyting á öllu.
Sbr. orð er Hjörtur Leo víkur að Unítörum í Krein nýskeð í ,,Sam.‘‘, í árás á síra Fr
Bergman. Eftirfylujandi ræða var flutt í Unítar-kyrkjunni, nokkru fyrir nýár.