Heimir - 01.05.1914, Blaðsíða 5
HEIMIR.
257
var. Vegna hins mikla þroska mannsheilans og líkamsbyggingar
hans, cru yfirburðir hans svo miklir, að enginn samiöfnuður getur
í raun réttri átt sér stað milli hans og hinna lægri llfstegunda
En að hann sé af sama bcrgi brotinn og aðrar tegundir tjáir ekki
að neita; það er að setja sig á móti því sem vísindin liafa marg-
sannað. Sú ljóta speki—“að manna kristið kyn sé komið út af loðn-
um, heimskum öpum,” eins og Einar Hjörlcifsson komst aö orði, er
ekki til og liefir aldrei verið til; en að “alt alheimsins lif sé ein voldug
ætt” er sannleikur, sem enginn getur lengur hrakið.
G. Á.
“Nóttin lýsir sem dagur”
Dagarnir styttast, dimman miklast,
drungi og ský í lofti hnylílast.—
Sveipast næturblæjan blakka
yfir bóndans kot, yfir öðlings sali;—
skuggarnir faldast um fell og dali
og færast niður í landsins slakka.
Ógeðsleg húmþoka hylur frón
og lirærist saman við ln'öldsins skugga;
útsýni bannar allri sjón
eitrandi og grafkyr liaustnæturmugga.
Bólstur við bóistur bætist og faldast;
banvæni og molla saman haldast.
Hvert einasta blað er sem bugaö og sýkt,
og beygt undir lffsins þunga;
laufunum rignir limið unga,
svo landið alt verður náreit líkt.
Veikjandi jjefur að vitum berst
sem viðbjóösleg gufa af rotnandi hræi,—
Eitrið í taugar og tilfinning skerst
og tekur vöðva og iireyfing úr lagi.
Á hrímþoku bakkanum stjarnglætan strandar.