Heimir - 01.05.1914, Blaðsíða 13

Heimir - 01.05.1914, Blaðsíða 13
HEIMIR. 162 lært mál; annað málið fullnægir þörfum vorum innbyrðis sem íslenzks fólks og í íslenzku félagslífi, liitt fullnægir þörfum vorum, eða á að fuilnægja þeim, út á við í umgengni vorri við þá sem ckki skilja vort mál. Yér erum að þessu leyti eins settir og allir aðrir útlendir þjóðflokkar 1 landinu, sem ekki mæla á enska tungu; og að líkindum eru l>eir ekkert betur settir en vér. Margir hafa hent gaman aö því livernig vér Yestur-lslendingar blöndum saman íslenzkunni og enskunni. Allir kannast við ýms málskrípi, sem eru mjög algeng í daglegu máli, svo sem “að lifa í næstu dyrum, gjöra gott business” o.s.frv. Það úir og grúir af mál- skrípum, óíslenzkulegum orðatiltækjum, þótt orðin .sjálf séu íslenzk, og enskum orðum mcö íslenzkum endingum í málinu, sem vér tölum daglega. Margir halda að þetta stafi af því, að fólki þyki fegurra og tilkomumeira að blanda enskum orðum inn í íslenzkuna, eða að það sé gjört til að sýna ensku-kunnáttu; en það er ekki rétt. Ef til vill var fyrst þegar ísléndingar voru nýkomnir hingað og allir voru að reyna að iæra enskt mál eitthvaö til af þesskonar and- hælishætti. Og ekki stafar það lieldur af kunnáttuleysi í íslenzku því margir, sem hafa numið íslenzkuna á íslandi og numið hana vel, taia svona. Af hverju stafar það ]>á.? Af því að það er liægast að tala svona. Það er aðalorsökin. Ensk orðatiltæki, sem menn venjast við og nota næstum dags daglega, verða svo töm og svo við- íeldin, að þegar á að segja l>að saina á íslenzku, verður ianghægast að halda orðaskipuninni, en aöcins aö láta íslenzk orð koma í staðin fyiir ensk. Ensk orð mcö íslenzkum endingum festast í dag- Jegu máli á sama hátt. Þau eru nærri eingöngu nafnorð, og þá nöfn á lilutum, sem annaðlivort hafa engin nöfn á íslenzku, eða þá stirð og óþjál nöfn. T.d. er orðiö team. Allir Vestur-íslendingar segja team en ekki akneyti cða liestapar, þótt það siðara heyrist einstöku sinnum; og vitaskuld er enska orðið notað því nær undantekningar- Jaust vegna þess að þegar inenn fóru að nota áhöld og flutningstæki sem uxuin og hestum er beitt fyrir, var ekkert algengt og þægilegt ísJenzkt orð til, sem þýddi sama og orðið team. Svo er með fjölda mörg önnur orð, er tillieyra störfum, sem liér eru algeng en ekki á IsJandi. Þótt samsvarandi íslenzk orð séu til, sem oft er ekki, þá eru þau óaigeng, tilheyra ekki daglega málinu og þessvegna er enska orðið, sem er algengt og tillieyrir daglegu máli, notað og beygt eins og íslenzkt orð—settur á það íslenzkur haii, eins og stundum er að orði komist.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.