Heimir - 01.05.1914, Side 2

Heimir - 01.05.1914, Side 2
H E I M I R 254 runiUn. En hvorug ]>essi ástæða er talin góð og gild af þeim, sem halda fram að allir inannflokkarnir séu skyldir. Mál flokka, sem hafa flest eða öll sömu líkainlegu einkennin, cru stundum eins ólík og mál l>eirra, sem eru hver öðrum mjög ólíkir hvað líkamleg ein- kenni snertir. Þannig skiftast mál Indíána flokkanna, scm bygðu Jforður-Anieríku á undan hvítum mönnum, í fjölda margamálstofna; en að öðru leyti voru ílokkarnir allir mjög líkir. Þetta sýnir, að að málin verði ekki rakin til sömu rótar, eru mannflokkarnir, sem þau tala, ekki að sjálfsögðu óskildir. Skoðuninni um mismunandi uppruna fylgja miklu færri nú en gjörðu fyrir nokkrum áratugum. Ein liclzta sönnunin fyrir því, að mannkynið alt eigi sameigin- legan uppruna er ]>að talið, að kynblöndun á sér stað milli allra mannflokka. Kynblöndun hefir átt sér stað afarlengi og hefir farið vaxandi á síðari tímum; svo að nú á tímum eru engir hreinir og óblandaðir mannflokkar til, að undanteknum fáeinum smáflokkum á útkjálkum lieimsins. Ef flokkarnir væru að uppruna til óskyldir, yrðu afkomendur kynblöndunarinnar ófrjóir með tímanum, sam- kvæmt skoðunum vísindamannanna. En livaðan er ]>á mannkynið upprunnið, hvar var vagga þess í öndverðu.? Um það hafa verið margar tilgátur gjörðar. Því nær öll meginiönd heimsins hafa af einhverjum verið skoðuð vagga mannkynsins. Jafnvel norðurheimskautslöiidin, sem nú eru þakin snjó og ís, hafa fengið ]>ann heiður; og ein tiigátan er, að fyrsti mannabústaður hafi verið í suður liluta Svíþjóðar. En á síðarl tímum liafa fleii i fallist á þá skoðun, að elzta ættland mannkynsins sé sunnan til í Austur-Asíu, ]>ar sem nú er Malakkaskaginn og eyj- arnar, sem iiggja suður af honum. Þaðan á svo mannkynið að hafa útbreiðst um alla jörðina. Þessi skoðun styðst mest við það, að árið 1892 fundust á cynni Java steinrunninn bein, sem vísindamcnn álíta að séu leifar af beinagrind úr manni. Beinin, sem fundust, éru: lærleggur, tveir jaxlar og nokkur hluti hauskúpunnar. Eftir lögun leggsins að dæma, hefir maður sá, scm hann er úr, gengiö uppréttur; og liaus- kúpubrotið sýnir, að stærð heilabúsins hefir verið um 1,000 teninga sentimetrar, sem er liér um bil mitt á milli hæstu apategundanna, gorilla og orangutan, og hvíta mannflokksins. Þessi forfaöir mann- kynsins (pithecanthropus erectus, hinn upprétti aparnaður, eins og

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.