Heimir - 01.05.1914, Blaðsíða 18
270
H E IM1 K.
*"X
an heldur áfram alt árið með nokkrum stuttum fríum á vissunJ
tímum; en aftur hefir lengd alís námstímanns verið stytt nokkuð.
Hr. ólafur Kjartansson er faeddur 20. júní 1886 í Skál á Siðu í
Vestui'-Skaftafellssýslu á íslandi. Koreldrar lians voru Kjartan
ólafsson og Oddný Runólfsdóttir, hjón þar af góðum bændaættum.
í upjihafi naut hann fræðslu í almennum fræðigreinum bæðí hjá
lieimiliskennara og í barnaskóla áður en hann fermdist. Á ferming-
aialdri misti hann föður sinn og fór j»á tií móðurafa sfns Runólfs
Jónssonar dbrm. í Holti á Síðu. Eftir nokkurra ára dvöl þar fói'
liann að Vík i Mýrdal til Halldórs umboðsmanns Jónssonar og
var lijá honum þrjií ár við almenna sveitavinnu og verzlun. Árið
1908 byrjaði Ólafur á námi við kennaraskólann í Reykjavík og var
á honum í þrjú ár. Auk námsgreina þeina, sem á skólanum voru
kendar, lagði Iiann sérstaka stund á ensku. Vorið 1911 fór hann tií
Knglands og gekk uin hríð á skóla í Oxford (Central Labor Coilege)
og hlýddi á fyrirlestra sem háskólinn þar lætur lialda fyrir þá sem
okki eru reglulegir stúdentar í hontiin, Universíty Extension,
begar ólafur kom heim aftur, tók liánn við stjórn unglingaskólans
í Vík í Mýrdal. sem þá var nýstofnaður og veitti honum forstöðu f
tvö ár- “með sérstökum áhuga, dugnaði og samvizkusemí,” segir í
ineðmælabréfi, sem hann liefir frá Sig. Eggerz sýslumanni, nú ráð-
lierra. Árið 1912 misti ólafur móður sfna, og flutti næsta ár í ágúst
1913 til Amoríku. Kíðan liefir hann lengst af dvalið hér í Winnipeg,
og síðastliðin vetur stundaði liaun nám við Central Collegiate
skólann hér i bænuni,
ólafur cr vel gáfaður tnaður, stiltur og gætinn og injög hneigð-
ur til náms. Mó mikils af honuin vænta í framtíðinni og muii hann
Iivervetna koma fram þjóðflokki vorum tii sóma. Hann er sjötti
Islendingurinn scm nám stundar í Meadeville. Vonandi feilur hon--
um dvölin þar vel, því þar cr kyrlótt og næðisgott til að gefa sig
algerlega yið nóminu, en samt nógu mikll tilbreyting til þess að
ekki cr liætt við leiðindum.