Heimir - 01.05.1914, Blaðsíða 16

Heimir - 01.05.1914, Blaðsíða 16
268 HEIMIR. Tvíræði í orðum. Eftir SAMUEL M. CROTHERS—(L&uslega þýtt) Gamall enskur rithðfundur, Strypes a'ð nafni, er ritaði minn- ingarrit um Cramner, erkibiskup, segir á einkcnnilegan hátt frá undanbrögðunum, sem margir fylgjendur siðbótarflokksins urðu að nota á sextándu öld, til að forðast viöskilnað við kaþólsku kyrkjuna. Sumir treystu mjög mikið á tvíræð orð. “3>eir héldu að ]>að væri ]>ægifegia, friðarins vegna, að nota vafasöm orð viðvíkjandi sumum atriðum er voru crfið og oilu ágreiningi, eða með sjálfum orðum ritningarinnar, án þess að nokkur ákveðin meining eða skýr ing væri iögð í þau.” Einn ágætur guðfræðingur ráðlagði vini sinum “að nota myrk og vafasöm orðatiltæki, sem taka mætti í víðtækari merkingu, þegar hann talaði um kveldmálstíðarsakramcntið, og brýndi fyrir lionum að með ]>ví mætti binda enda á stórkostlcga deilu og fá langpráðan írið innan kyrkjunnar.” Vér könnumst vel við þessa rökscmdafærslu nú á tímum. Hún virðist vera gott ráð til þess að komast hjá skoðanamun, sem raskar friði í kyrkjunni. Málið er teygjanlegt, og ]>að má, án mikill- ar fyrirhafnar, teygja það svo, að í því felist margar meiningar og margt meiningarleysi. Því tvíræðara sem eitthvert orð er, því hæf- ara er það fyrir “víðtækari skilning.” Stundum fylgja góðlyndir guðfræðingar ]>eSsari aðferð svo iangt að almenn skynsemi er höggdofa. Það er sýnt fram á að trúarjátningar, sem vér höfðum gjört ráð fyrir að þýddu eitthvað sérstakt, þýða eiginlega Jivað sem vera vill, nema ]>að sem þær virtust eiga að þýða. Því er stundum iialdið fram að viðurkenning þeirra bendi ekki á neitt annað en að sá sem viðurkennir skoði l>æi’ sem hentug atriði til að ganga út frá. “Regar cg nota orð,” er Humpty Dumpty iátinn segja við Alicc í sögunni al]>ektu, “þýðir l>að blátt áfram það sem eg vil láta það þýða, og hvorki meira né minna.” “Dað sem um er að ræða,” sagði Alice, “er það, livort þú getur Játið orðið ]>ýða margt hvað öru ólikt.”

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.