Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Page 19

Kirkjuritið - 01.05.1937, Page 19
Kirkjuritið. Við uppsögn kennaraskólans. 177 sagt enn síður til þessa skóla hér en margra annarra kennaraskóla, sem betur eru settir á allan hátt. En hins mætti krefjast jafnvel af okkar skóla hér, að hann hefði opnað augu ykkar fyrir allri þeirri marg- breytni, sem bíður ykkar í kennarastarfinu, öllum þeim kröfum, sem gerðar verða til ykkar, öllum þeim örðug- leikum og vanda, sem kann að mæta ykkur. Þess má krefjast, að þið farið héðan vakandi og viðbúin að mæta hverju sem að höndum her, ekki með ugg og kvíða, held- ur gunnreif og sigurströng. Og þess má enn krefjast, að þið farið liéðan með opnum liuga fyrir þeim unaði og gleði, sem vei unnið og vel heppnað kenslustarf veitir hverjum kennara. Kenuarastarfið á mörg óvænt gleði- efni engu siður en óvæntar þrautir og vandræði. Ef til vill er ekkert starf eins fjölbreytilegt, ekkert starf, sem býður fram eins hreytileg viðfangsefni og vandasöm. Það þarf hagleiksmann til þess að gera fallegan grip úr dauðu tré eða málmi. En það þarf miklu meira liagleiks- fflann til þess að móta þann lifandi efnivið, sem kenn- aranum er í hendur fenginn. En livert er þá hlutverk kennarans? Þetta er sjálfsagt harnaleg spurning lil ykkar, úlskrif- aðra kennara. Og ég veit það vel, að þið munduð svara henni fljótt hvert á sinn hátt. Og ég spyr hennar ekki af því, að henni liafi ekki oft verið svarað áður. En ég ætla aú samt að láta það verða skilnaðarorð min til ykkar að svara henni á minn liátt og' sýna þar með að nokkru, hvers ég vil vænta af ykkur eftir veruna hér. Hlutverk kennarans er vitanlega það, að veita nem- endunum hæfilegan þekkingarforða, þau hagfeldu hygg- indi, sem heita má að vopni í haráttu lífsins. Þessu neit- ar enginn. Og þetta hefir, að því er mér virðist, verið æðsta boðorðið á undanförnum árum, á þeirri stálöld °g vélaöld, sem gengið hefir yfir heiminn. Sú öld hefir hafið — ekki upp í æðra veldi — heldur upp í annað veldi siðalögmál heiðingjans, sem Hávamál orti, að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.