Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1940, Síða 17

Kirkjuritið - 01.05.1940, Síða 17
Kirkjuritið. Niels Dael og Lísulundur. 175 sálmaskáld og erkibiskup Svía bafi verið maðurinn í stóln- um. Með sanni mætti segja, að Niels Dael sé þetta bvort- tveggja, svo mikil persóna er hann, livort heldur er fyrir altari eða í prédikunarstól. Lísulundarskólinn bvrjar venjulega 1. nóvember og stendur fyrra misserið til jóla. En síðara misserið befst að loknu janúarmótinu og er til 1. april. — Nemendurnir eru flestir Danir, eins og ætla má, en jafnan eittlivað af Norðmönnum og Svíum. Annars liafa menn utan Norður- landa sótt Lísulund allmikið, einkum ágústmótið. — Fvx- irlesarar til skólans koma stundum langt að. Til dæmis dvelur þar á hverjum vetri svissneskur prófessor, alda- vinur Niels Dael, og þykir hann góður gestur á skólan- um. Á mótunum eru jafnan mættir margir afburða fvrir- lesarar frá ýmsum löndum, og kein ég brátt að einu þeirra. VIII. Við hjónin áttum því láni að fagna að vera gestir á jan- úarmótinu. Stóð það yfir í eina viku, svo sem venja var til. Þann 17. janúar fór fólkið að strevma að. Einn bíllinn á fætur öðrum brunaði inn í húsagarðinn og spúði úr sér fólkinu og þaut svo aftur af stað niður til Slagelse. Smátt og smátt fyltust allir gangar og livert herbergi í skóla- ^yggingunni, svo að varla varð þverfótað. Sumarhúsið úti í trjágarðinum var tekið til notkunar. Þar svaf f jöldi fólks ú nóttunni, meðan mótið stóð yfir. Það var mikið liapp að þvi, hve veður var milt, annars liefði það orðið köld vist- arvera. -— Klukkan 15 voru allir þeir, er tilkynt höfðu þátttöku sína, komnir til mótsins og munu það bafa verið fjögur til fimm hundruð manns. Voru það jafnt ungir sem gaml- ir, karlar og konur. Mótið var sett klukkan lö í liátíðasal skólans af Niels Dael. Hann var glaður og hrærður í senn, og hað allan þingheim að syngja hinn þróttmikla sálm Grundtvigs: Rejs op dig al Kristenhed. Það var hátíðleg sameiningarstund í sálminum. — Niels

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.