Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1913, Page 13
11
þakklátir, að þeir kystu skuggann hennar
þegar hún gekk framhjá þeim.
Flórensa dó áríð 1910. 90 ára gömul.
„Gjörvallt Engiand elskaði hana og allur
heimuri'nn dáðist að henni,“ sagði eitt
enska stórblaðið í grein nin hana, þetta
eru fögur eftirmœli og það besta við þau
að þau eru sönn.
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
□ • □
Heilræði.
•□•
□ ♦□
•□•
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
4. Hugsa um það helst og fremst,
sem heiðurinn má næra;
aldrei sá til æru kemst,
sem ekkert gott vill læra.
Þ'að hefir um langan aldur þótt sjálfsagt
á íslandi, að allir, bæði ungir og gamlir,
kynnu heilræði Hallgrims Péturssonar, en
þetta á sér því miður ekki Stað lengur.
Mörg börn — sérstaklega í kaupstöðunum
— hafa aldrei heyrt þau, þessvegna eru
]iessi heilræði prentuð hér, og allir lesend-
ur „Jólakveðjunnar11 beðnir um að læra
þau og gleyma þeim ekki.
1. Ungum er það allra best,
að óttast Guð sinn Herra;
þeim mun viskan veitast mest
og virðing aldrei þverra.
2. Hafðu hvorki háð né spott,
hugsaðu ræðu mína,
elskaðu Guð og gerðu gott,
geym vel æru þína.
3. Foreldrum þínum þéna af dyggð,
það má gæfu veita,
varast þeim að veita stygð,
viljirðu gott harn heita.
5. Lærður er í lyndi glaður,
iof her hann lijá þjóðum,
hinn er ei nema hálfur maður,
sem hafnar siðum góðum.
(5. Oft er sá í orðum nýtur
sem iðkar menlun kæra;
en þussinn heimskur þegja hlýtur,
sem prjókast við að læra.
7. Vertu dyggur, trúr og tryggur
tungu geymdu þína
við engann styggur, né í orðum hryggur,
athuga ræðu mina.
8. Lítillátur, ljúfur, kátur,
leik þér ei úr máta;
varastu spjátur, hæðni, hlátur,
heimskir menn svo láta.
9. Víst ávalt þeim vana halt:
Vinna, lesa, iðja,
umfram all þú ætið skalt
elska Guð og biðja.
Hjálpsemi.
Nálægt holdsveikraspítala einum á Ind-
landi er stór akur, sem er umgirtur háum
múr á allar hliðar. Spítalinn á þennan
akur, og sjúklingamir eru látnir rækta hann.
Ferðamaður sem kom inn á þennan akur
hefir sagt, að þar haíi han séð svo ein-
kennilega sjón, að honum muni hún aldrei
úr minni líða. A meðal þeirra sem voru
að sá í akurinn voru tveir menn, sem
unnu saman á einkennilegan hátt. Annar
hafði engar hendur og liinn enga fætnr,
sá handalausi bar þann fótalausa á hakinu,
höndurnar vóru heilar á ]»eim fótalausa,
svo hann gat haldið á pokanum sem sæðið
var í og sáð yfir akurinn. — Hugsum
okkur ef allir reyndu að gera það sem
þeir gætu lil þess að létta undir hver
með öðrum, þá væri margt öðru vísi en
það er.