Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Blaðsíða 3
J O L
Ht-
rs vegna höldum við jól í öllum
ristnum löndum? Hvers vegna
syngjum við jólasálma og tendrum jólaljósin?
Hvers vegna finst okkur, að við þurfum að
vera betri og vingjarnlegri
hvort við annað nm jólin
en endra nær? Vegnaþess
að jólin minna okkur á:
merkilegan boðskap,
kærleika og gleðí. Vart
nokkru sinni hefur jafn
merkilegur boðskapur far-
ið um jörðina og var boð-
skapur englanna, er þeir
fiuttu hirðunum frá Beth-
lehem.
„Yður er í dag frelsari
fæddur, sem er Drottinn Kristur, i borg Da-
víðs.“ Gleðilegri boðskapur hefur og aldrei
heyrst en sá, að Guð hafi geíið son sinn
mönnunum til frelsunar, ])ví svo elskaði
Buð heiminn, að hann gaf sinn eingelinn
son, svo að hver sem á hann trúir glatist
ekki, heldur haíi eilíft líf.
Boðskapurinn er mikill og fagur, því
hann ber hinum æðsta kærleika vitni, ei-
lífum, fullkomnum, og frelsandi kærleika
Guðs á syndurum. r*eir sem meðtaka
þennan kærleika í trú
fyllast óumræðilegri gleði,
sem veks er árin líða,
og hoðskapurinn festir
dýpri rætur hjá oss, og
nær til fleiri og fieiri. —
Þannig getum við á einn
sannan og rjettan hátt
lialdið hátíðleg jól, nefni-
iega með þvi að þakka
Guði, eins og hirðarnir
forðum, sem lofuðu Guð
og vegsömuðu fyrir alt,
sem þeir liöfðu sjeð, og eins og englarnir,
er þeir sungu:
Heiður sje Guöi í upphteðum,
friður á jörðu,
velþóknun Guðs meöal manna.
Chr. Hansen.