Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Blaðsíða 12

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Blaðsíða 12
— 10 - Þeir sem ekki þekkja til eiga erfitt með að gera sjer í hugarlund hve fjölbreytt og margvíslegt líf hrœrist á bökkum skip- gengs fljóts. Sjerstaklega njóta borgirnar á fljótsbakkanum góðs af fljótinu. Fljótið er lífæð borganna. Mest allur tlutningur fer með skipum til og frá borginni, og skipin sigla eftir fljótinu. Þetta eykur samgöngurnar stórkostlega. Viða í Kína og Kóreu eru slík fljót. Eitt þeirra er Yulufljótið, sem rennur á landamærum Kóreu og Munchuríu. Við fljót þetta stendur borg, sem nefnist An-iung. Þó Yalufljótið sje lífæð borgarinnar, þá kemur og fyrir, að það er einhver versti óvinur hennar; það er þegar flóð hleypur í ána. Þá rífur vatnið alt burt, sem á vegi þess verður, spillir ökrum og mannvirkjum, og ofl týndist fjöldi manns í þes'sum flóðum. Því er þannig hállað með Yalufljólið, að sjór fellur í það og úr eftir sjávarfötl- um. Gætir mjög flóðs og fjöru á þessum slóðum. Stundum má því sjá báta fljóta með straumi niður eftir fljótinu, en stundum upp eftir því. Fer það eftir því hvort lieldur er flóð.eða fjara. Einu sinni liefi jcg sjeð fljólið í veksti. Það var um regntíman (júlí—ágúst), og rignt hafði lá.laust í margar vikur, og er stórstreymt varð, óks fljótið svo mikið, að j það var 7 fetum hærra í því en ellu. Fossaði sjór og vatn inn í borgina, og í þeim hluta borgarinnar, sem lægst liggur, náði vatnið upp undir þakskegg húsanna, og mörg hús, sem bygð voru úr leir, lirundu í flóðinu. Bjarga varð íbúum húsanna í bátum og ferjum, en aliar eigur þeirra týndust í flóðinu. Þó fór miklu ver fyrir mönnum þeim, sem höfðust við á timburflolanum á ánni. Skolaði öllu til hafs og sást aldrei framar. Nokkur hluti flotans fórst, er hann rakst á steinstoðirnar í járnbrautarbrúnni, sem tengir An-tung og Kóreu. Áætlað er að 3000 manns hafi druknað í þessu flóði. Langa lengi vorð ekki komist um götur borgnrinnar, nema farið væri í bátum. Það var til lílils baga fyrir börnin. því ])au settu alt mögulegt á flot og sigldu í trógum og tunnum um göturnar. Dagana eftir flóðið voru hlíðarnar í nágrenni bæjarins ])aktar af allskonar varningi, sem fólk breyddi ])ur til þerris. Þar var mikið af lóbaki, silki, liampi, fatnaöi og m. fl. Miklar birgðir af silki

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (24.12.1925)
https://timarit.is/issue/308997

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (24.12.1925)

Aðgerðir: