Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1931, Blaðsíða 6

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1931, Blaðsíða 6
4 — BAKNAVÍSUR Á JÓLUNUM, Hjer er bjart og hlýtt í kvöld, heilög gleði og friður. En mun þá engum æfin köld? ójú, því er miður. Úli flýgur fuglinn minn, sem forðum söng í runni. Ekkert hús á auminginn, og ekkert sætt i munni. Frostið hart og hríðin köld hug og krafta lamar. Æ, ef hann verður úti í kvöld, han aldrei syngur framar. Ljúfi drottinn líttu á Iiann! Leyfðu að skini sólin! Lállu ekki aumingjann eiga bágt um jólin. Drotlinn, þú átt þúsund ráð, og þekkir ótal vegi. Sendu hjálp og sýndu náð, svo hann ekki deyi. ppJEG VIL ALDREI DETJA”. Jólasaga eftir sra. l'órð Tómasson. Litli drengurinn vissi að ainma hans var dáin, af því að honum var sagt það, en hann skildi það ekki. Amma hans var klædd í hvít föt og lögð ofan í svarta kistu, inni í stofunni hennar, þar sem drengurinn hafði leikið sjer svo oft og spjallað við ömmu um lieima og gcima; og mamma hans bar hann á handleggum inn í stofuna lienn- ar ömmu, og gekk að kistunni, þar sem amma hvíldi í hvítu fötunum sin- um, og tárin runnu ofan eftir kinnun- um á henni mömmu hans þegar hún sagði við drenginn: »Taktu nú í henð- ina á lienni ömmu og kveddu hana og þakkaðu henni fyrir, hvað hún var æfinlega góð við þig.« Og þarna lá hún amma alveg grafkyr, með lokuð augun og krosslagðar hen- dur. En þegar litli drengurinn grei]> með litlu, heitu höndinni sinni utan um höndina hennar ömmu, þá var hön- din köld, svo óllalega köld. Dreng- urinn kipti að sjer höndinn og bjúfraði kollinn upp að vanganum á möminu sinni. Þegar drengurinn var háttaður i rúmið sitt um kvöldið og mamma hans var búin að lesa bænirnar hans með honum og bjóða honum góða nótt með kossi, þá greip drengurinn báðum hand- leggjum utan um hálsinn á henni og hvíslaði: »Mamma, jeg vil aldrci deyja.« Kistunni hennar ömmu var lokað og borin út úr stofunni, alla leið út í kirkjugarðinn. Þar var amma hans jörðuð. En lilli drengurinn l'jekkst ekki til að fylgja ömmu lil grafar. »Nej,« sagði han, »því jeg vil aldrei deyja.« Og dagarnir liðu. Drengurinn tók aftur upp gleði sína og leiki, en hann ljek sjer aldrei framar inni í stofunni hennar ömmu, og það kom fyrir að

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.