Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1931, Blaðsíða 8

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1931, Blaðsíða 8
— G — þó hann grunaði það. En hann spurði einskis. Og mamma hugsaði án afláts um það, þegar hann var lítill og sagði: »Jeg vil aldrei deyja.« Og tárin hen- nar fjölguðu, — en það mátti dreng- urinn ekki vita neitt um. Svo var það einn dag, seint um haustið í rökkrinu. Mamma sat, eins og hún var vön, hjá rúmi stóra dreng- sins sins og hjelt í mögru höndina hans. Þau höfðu verið að tala saman um hitt og þetta, en nú þögðu þau bæði. Þá tók liann alt á einu þjettar utan um höndina á henni og hvíslaði með titrandi rödd: »Mamma, jeg vil helst aldrei deyja.« En þá gat mamma engu svarað, liún lagði að cins hand- legginn utan um hálsinn á honum, grúfði andlitið ofan að honum og grjet í hljóði. Þá skildi drengurinn að hann hlaut að deyja. En nú fannst honum að hann yrði að hughreysta mömmu. »Gráttu ekki, elsku mamma mín, því þá fer jeg líka að gráta, og þú segir að jeg þoli það ekki.« Eftir þetta Iá hann oft með lokuð augun, svo að mamma og pabbi hjeldu að hann svæfi, en hann svaf ekki. Hann hugsaði, hugsaði um köldu höndina hennar ömmu og jólatrjcð og Ijósið, þar sem Jesús er og bíður eftir okkur. »Mamma,« sagði hann einu sinni, »manstu ekki þegar jeg var litill og sagði alt af: Jeg vil aldrei deyja?« »Manstu það enn þá?« spurði hún. Ilún hugsaði að hann væri búinn að gleyma því, það var svo langl síðan. »Jeg man það vel,« sagði hann. »En Jesús hefir sagt, að ef við trúum á hann, þá munum við ekki deyja.« Fölu kinnarnar urðu dreyrrauðar, og hann horfði ráðþrola á hvítu, mögru hend- urnar, sem voru orðnar svo æðaberar, og hvítu kúptu neglurnar. — »Og þá dey jeg heldur ekki, mamma.« -—• Röddin titraði ofurlítið og tár glitruðu utan við löngu, dökku augnahárin. En mamma fann, að friður Drottins var hjá banabeð drengsins hennar. Upp frá þeim degi töluðu þau meira saman um Jesúm Krist, og um burt- förina lijeðan hcim til Guðs, þar sem afi og amma væru á meðal engla, og margra, margra vina, og að þar mundu þau bráðum hittast aftur, af því að Jcsús var þar sjálfur til þess að taka á móti þeim, Jesús væri alt af hjá þeim hverja stund, daga og nætur. Og þau töluðu saman um krossdauða hans, þegar hann friðþægði fyrir syndir mannanna. Og þau töluðu sam- an um upprisu hans frá dauðum og um eilífa lífið, og drengurinn hætti að roðna og verða niðurlútur, og augu luins fyltust ekki framar tárum, en það skein alvara og friður úr augna- ráði hans. Það voru yndislegar stundir. Þó átti mamma erfitt með að hylja tárin sín, þegar drengurinn talaði þann- ig við hana. En hún herti upp hugann og reyndi til að brosa, og allar stundir var hún lijá veika drengnum sínum — hlesguð góða mamma, sem átti svo bágt með að skilja við drenginn sinn. Og pabbi, sem gat svo undur sjaldan verið heima, cn hann dvaldi hjá drengnum hvert augnablik, sem hann átli afgangs frá störfum sínum. Pabbi hafði hærst mikið upp á síðkastið, röddin hans var svo þýð, augun svo mild og hrygg, svo ósköp lirygg, þó hann reyndi að leyna. því og láta á engu bera. III. Dagarnir flýttu för sinni. Það leið að jólum, en nú var ekki talað um jól heima hjá drengnum. Hann var eina barnið, og hann var alt of veikur til þess að pabbi og mamma gætu liugsað til að halda jól á sama liátt og þau voru vön.

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.