Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1931, Blaðsíða 4

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1931, Blaðsíða 4
o, fagnið Jesú, fjörug börn! Hann feldi mesta óvin manns, og hann var besta barnavörn, hann bjó til ríki kærleikans. ó, biðjið Jesú, börnin smá, og biðjið ósköp beitt og vel, að ykkur sje hann ætíð hjá, en einkum þegar kemur hel. ó, elskið Jesúm allra mesl, og altaf haldið trygð við hann, og geymið Jesú boðin best, og breytið rjett við sjerhvern mann. G u ð m u n d u r H j a 11 a s o n. Smávaxinn vinur og broshýr mær. Viljið þið setjast hjá mjer ofurlitla stund, þegar þið hafið skoðað jólagjaf- irnar og horft á jólaljós? Mig langar til að segja ykkur sögu, fegurstu sö- guna, sem jeg þekki. Þið hafið áður heyrt talsvert af henni, hafið lesið í biblíunni eða Lúkasarguðspjalli um litla drenginn, sem fæddist í Betlehcm austur á Gyðingalandi forðum, og mu- nið eftir englunum, sem sungu fyrir hjarðmennina kippkorn frá þorpinu. Ef þið gætuð flogið þangað austur á aðfangadag jóla, munduð þið sjá stóran hóp manna úr þorpinu og ganga austur af hæðinni, sem Betlehem stendur á. Það er fagur gróður í hlíðinni vor og sumar, fíkjutrje og möndlutrje, vín- viður og blómin óteljandi. En á að- fangadaginn er ekki verið að svijiast að blómum. Förinni er heitið ’kippkorn austur á grundirnar, þar eru rústir gamallar kirkju og hellir hjá. Segja menn að þar hafi hjarðmennirnir setið, er heyrðu fyrsta jólasönginn. Þar byrja Betlehemsbúar enn í dag jólasöngvana og ganga siðan til kirkju inni í bænum. — Ef þú værir í hóp- num, þætti þjer líklcga einkennilegt að sjá stjörnu yfir mörgurn húsdyrum bæjarins. Það þarf víst ekki að segja þjer af hverju kristnu heimilin í Bet- lehem unna því merki. En jólasöngvar hljóma víða i kvöld. Ef þú hefðir verulega góð útvarpstæki gætir þú hlustað á jólasálma á fjöl- mörgum tungumálum, því að nú er fagnaðarerindið flutt á flestum tungu- málum jarðarbúa og ef þú hefðir speg- il, er endurspeglaði fjarlæga viðburði, eins vel og útvarpstækin endurflytja hljómana, þá mundir þú sjá fleiri kirkjur, en fólk er á íslandi og margt fólk i þeim flestum, og óteljandi hei- mili, þar sem fólkið er að lesa cða syngja um frelsarann. Þannig hcfir það verið liðnar aldir og þannig mun það verða, meðan nok- kur tunga má sig hræra. Og það er sagan besta, að Jesú á gleði og krafta, hjálpræði og eilífðarvonir lianda öllum þeim sem ákalla hann í einlægni, hvar sem þeir búa og hvernig sem öðrum högum þeirra er háttað. Hann man eft- ir þjer og cr þjer nálægur i kvöld og vill hjálpa þjer til að verða stór og sterkur og góður og stoð fyrir föður og móður, alveg eins og liann hjálpar fullorðnum lærisveinum sínum í öllum efnum. læstu um hann og talaðu við hann og þakkaðu honum i orði og verki fyrir að þú hefir fengið að alast upp i kristnu landi, þar sem haldin eru heilög jól í Jesú nafni. S. G.

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.