Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1931, Blaðsíða 9

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1931, Blaðsíða 9
/ En drengurinn beið eftir því að þau færu að tala við hann um jólin. Þegar hann lá með aftur augun í rökkrinu, sá hann greinilega Iiin uridurfögru ljósprýddu jólatrje frá æskuárunum. Hann mundi eftir þeim öllum, eins og þau hefðu staðið inni í dagstofunni, sem hann hafði ekki komið inn í í rúmlega hálft ár. En best mundi hann þó cftir jólatrjenu, þegar amma var dáin, það var fyrsta jólalrjeð sem hann mundi eftir, og þar i ljósadýrðinni stóð Jesús sjálfur og beið eftir honum. Dag nokkurn rjett fyrir jolin, er hann var svo veikur og máttfarinn, að hann gat ekki talað nema i hálfum hljóðum hvíslaði liann að mömmu sinni: »Mamma, þið talið ekkert um jólin núna.« Mamma gat ekki svarað honum, liann hefði þá heyrt gráthljóð í rödd hennar. »Mamma mín,« sagði hann ennfrem- ur, »nú fer jeg bráðum hcim til Jcsú, en jeg vil helst ekki deyja fyr en jólin koma.« Litlu síðar sagði hann: »Má jólatrjeð ekki vera hjerna inni hjá mjer, mamma?« Mig langar svo til að sjá það enn einu sinni — það verða ad vera mörg ljós á því — ekkert annað en ljós«----------- Og svo komu jólin. Jólatrjeð stód inni í stofunni hans, alsett hvítum smákertum. Læknirinn kom. »Hann á ekki langt eftir,« hvíslaði hann að pabba og möm- mu, þegar þau fylgdu honum til dyra. Drengurinn lá með aftur augun. Öðru hvoru opnaði hann þau og horl'ði á trjeð, og brosi brá fyrir á andlili hans, sem var orðið svo undur litið, eins og á barni. Pabbi og mamma viku ekki frá rúmi hans. Honum var orðið svo þungt um að draga andann. Það gat ekki verið langt el'tir. Það skygði að kveldi. Kirkjukluk- kurnar hringdu hátíðina inn. Þá Iauk drengurinn alveg upp augunum og horfði á trjeð og pabba og mömmu, og þau skildu að nú vildi hann láta kveik- ja á trjenu. Hægt og gætilega kveikti pabbi á öllum litlu, hvítu kertunum og þau vörpuðu yndislegri birtu om lierbergið. En mamma sat kyr hjá drengnum sín- um, með handleggin yfir um lierðar- nar á honum, og litlu’ mögru hendur- nar hans i lófa sínum. Og andlit hans ljómaði í jólabirtunni með svo einken- nilega fögrum blæ, og augun hans urðu svo stór og skínandi, eins og dýrindis perlur. En þegar pabbi hafði lokið við að kvéikja á trjenu og var sestur á rúmið við hliðna á mömmu, þá lyfti drengur- inn sjer alt í einu upp í rúminu, gleð- ibrosi brá á andlitið, hann benti með hendinni á trjeð og hvíslaði hægt — »Je—s—x\s!« Svo hneig hann út af í faðm móður sinnar. Og kertaljósin á jólatrjenu breiddu vermandi birtu yfir barnsandlitið lians. Jesús beið hans sjálfur í birtunni —- og bar hann heim í eilífan frið og fögnuð, þar sem jólagleðin þrýtur aldrei.

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.