Kirkjuritið - 01.10.1945, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.10.1945, Qupperneq 14
260 Hermann Hjartarson: Október. liefir sameiginlega kvatt Pál Isólfsson kirkjuorganleilc- ara að starfi með jieim. Hann tók tilmælum nefndarinn- ar af mikilli góðvild. Nefndin leitaði þó ekki á fund hans, fyr en liðið var á s. 1. vetur. Og' hann hefir sagt mér, að starf þetta þyrfti og tæki sinn tíma og enginn kostur væri að vinna það til nokkurrar og því síður til fullrar hlítar að þessu sinni. En leyft hefir hann mér jafnframt að segja frá því, að hann mundi fúslega vinna að því starfi ásamt öðrum á næstu árum og til þess er lokið væri endurskoðun bókarinnar, ef þess verði óskað. Mun þá þeim þætti svo vel borgið sem verða má. — Efn- isyfirlit og flokkaskipiui er mjög sniðin að þeim liætti, sem áður var. Þar liefir biskupinn fyrst og fremst haft forsögn. Höfundaskrá og höfunda og þýðendur ein- stakra sálma hefir biskupinn og annast um — og létt þar miklu starfi af öðrum nefndarmönnum. Annað efni, auk sjálfra sálmanna, liafa þeir haft með höndum og gengið frá að allri gerð, biskupinn og' séra Jakob Jóns- son. Að sjálfsögðu hefir nefndin öll staðið að vali sálma — og varið til þess miklum tíma liver um sig — hvort- tveggja þeirra, sem frá voru kosnir og ekki skyldu koma til endurprentunar í nýrri útgáfu, og liinna, er inn í bók- ina skvldu konia. Sá þáttur mun ekki síður verða athug- aður og gagnrýndur en annað. — Sanngjarnt er að kenha mér og Jóni Magnússyni um mestu mistökin og önnur stærri glöp, sem kunna að liafa orðið á í þeim efnum. Sálmabókin, sem gert er ráð fyrir að komi út í sumar eða liaust frá hálfu nefndarinnar, er aðeins frumvarp. Og ég legg á það áherzlu. Frumvarp er stefna —straum- stefna —- og jafnframt ákveðinn umbúnaður, — farveg- ur — sem menn vilja gefa einhverjum þætti — einhverri kvísl — þjóðlífsins. Frumvarp hefir að geyma venjulega fleiri greinar, og sé það um margþætt og mikilsvert mál, verða greinarnar þeim mun fleiri. Þetta frumvarp geym- ir mjög margar greinar. Ég hefi lítið eitt drepið á höfuðsjónarmið nefndarinn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.