Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 4
Tíciíindi og hugsiónarlíf OCveðja til Ungmennafclaga Jslands á afimœlishátið þcirra 30. fúni síðasiliðinn. Ályktarorðin í guðspjalli þessa dags eru orð Jesú Krists: Eng- inn, sem leggur hönd sína á plóginn og lítur eftir, er hæfur til guðsríkis. Þau banna oss það ekki að minnast liðinna tíma. í þeim skilningi megum vér líta aftur, og það getur meira að segja kennt oss að horfa fram. Oss er hollt og gott að horfa til liðinna daga á hálfrar aldar afmæli sambands Ungmennafélaga íslands, er það heldur í helgidómi þjóðar vorrar að Þingvöll- um, þar sem það var stofnað. Þegar ungmennafélagshreyfingin barst hingað til lands frá Noregi, þá festi hún skjótt djúpar rætur í þjóðlegum jarðvegi. Hún varð þjóðlífsvakning með æskumönnum, ef til vill ein hin mesta, sem vér höfum lifað. íslendingar. Henni hefir verið lýst svo, að hún væri afl lítillar þjóðar, sem vissi, að hún ætti ekki eftir nema hlaðsprettinn í frelsisbaráttunni. Hún var í viss- um skilningi framhald stefnu Jóns Sigurðssonar og í anda orða hans: „Eigi víkja.“ Sjálf valdi hún sér einkunnarorðin: „íslandi allt,“ og skyldi því vinna með tvennum hætti: Ræktun lýðs og lands. Einn frumherjanna minnist Ungmennafélaganna með þessum orðum: „Þau voru fyrst og fremst sjálfsuppeldisstofnanir, þar sem menn skyldu þjálfa sig til þess að verða að liði — verða að manni. Þetta var æskulvðshreyfing, sem byggði starf sitt á kristilegum grudvelli, lét sér, ef segja má, ekkert mannlegt óviðkomandi." Hrifning fór um hugina. Vaskir menn strengdu þess heit að drýgja dáð. Unga fólkið eins og vaknaði af svefni. Vorvindur fór um landið með þungum þyt, ung gróandi brosti við sál. Móðurliönd íslands blessaði börnin sín. Og hreyfingin

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.