Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 11
PRESTASTEFNAN 1957 297 náði samt tilgangi sínum — því að ekkert í allri sögu trúar- bragðamia hefir átt slíkan mátt til að gagntaka mennina eins og krossinn, svo að þeir gleymdu öllu öðru. Og þó erum vér oft svo undarlega sljóir og hjartað kalt. Ef til vill hefi ég aldrei minnzt þess átakanlegar um sjálfan mig en á fögrum hásumardegi fyrir tæpum þrem árum. Eg var staddur í kirkjugarðinum á Þingeyri, reikaði þar um og horfði á letrið á legsteinunum. Allt í einu blasti við mér steinn með fjórum nöfnum. Þessir menn höfðu allir látizt á Línuveið- aranum Fróða. Eg settist niður hjá steininum og tók að hug- leiða þennan atburð. Meðal nafnanna voru nöfn skipstjórans og bróður hans. Þeir höfðu báðir orðið sárir mjög. Þegar átti að fara að gjöra að sárum skipstjórans, bað hann: „Hugsið fyrst um Steina bróður.“ Hann vildi heldur hætta á það, að honum sjálfum blæddi út. Ég komst við af kærleik þessa góða bróð- ur. En svo vaknaði hugsunin: Ég á bróður, sem hefir gjört óendanlega miklu meira fyrir mig. Hann hefir lifað og dáið fyr- ir mig til þess að gefa mér eilíft líf í samfélagi við sig og föð- ur kærleikans á himnum. Og þó gat ég gleymt því svo oft. Líf mitt er reist á kærleiksfórn. En of sjaldan hef ég minnzt á það. Yður þykir þetta ef til vill einkennilegt ávarp, bræður mín- ir. En hér erum vér þó staddir við kjarna fagnaðarerindisins og það, sem eitt er nauðsynlegt í lífi voru og starfi. Kærleiki Jesú Krists er fullkomnasta opinberun kærleika Guðs, er vér fáum augum litið. Hann er lifandi kærleiki Guðs a vorri jörð, ljósið, er hingað fellur frá sólnanna sól. Vér meg- um ekki ætla oss þá dul, að vér fáum borið inn í kerjum dags- birtuna, heldur tökum hlerana frá öllum gluggum og biðjum: Geti eg krafti af guðdóms hreinum geisla þínum staðist einum, sonur Guðs, ó, send mér hann. Kærleiksaugu Krists ljóma yfir oss um tíma og eilfífð, bví að einnig þar er hann frelsari mannssálnanna og býr þeim skjól. Horfum til hans í anda og tökum undir lofgerðina: Kristur Jesús er sá, sem dáinn er, og meira en það, er upp-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.