Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 23
PRESTASTEFNAN 1957 309 Mýrdal mánudaginn 17. desember. Þátttakendur 3 kirkju- kórar, um 60 manns. 4. Kirkjukórasamband N.-Þingeyjarprófastsdæmis að Raufar- höfn 11. maí. Þátttakendur 3 kirkjukórar, um 60 manns. Þannig hafa verið haldin alls 44 kirkjukórasöngmót víðsveg- ar um landið. Auk þess mætti nefna ýmis önnur kirkjukóramót og alls konar menningarstarf organista og kirkjukóra, m. a. fjársöfnun til orgelkaupa í kirkjur. Fjölmennasta mót kirkjukóranna var í Skálholti 1. júlí á minningarhátíðinni, þá söng við hátíðamessuna fólk úr 22 kirkjukórum, alls 335 manns, en hátíðahelgiljóðin sungu um 110 menn úr 10 kirkjukórum Reykjavíkur. Þótti söngurinn tak- ast með ágætum, enda var vandað hið bezta til undirbúnings. Verður þessa starfs kóranna lengi minnzt með þakklæti. Á Hólahátíðinni 19. ágúst sungu sjö kórar Kirkjukórasam- hands Skagafjarðarprófastsdæmis við ágætan orðstír. Söngskóli Þjóðkirkjunnar starfaði frá 1. nóvember til 1. maí. Skólastjóri hans var sem fyrr Sigurður Birkis söngmálastióri og aðrir kennarar Máni Sigurjónsson, organleikari, og Sigurð- ur Þórðarson, söngstjóri. Námsgreinar voru: Söngur (tónmyndun), organsláttur, söng- stjórn og messusöngur. Nemendur voru 15, flestir allan námstímann, en fáeinir skem- ur. Alls hafa nú 192 notið ókeypis kennslu í söngskólanum frá upphafi og námstími þeirra hvers um sig verið frá hálfum mánuði upp í þrjá—fjóra vetur. Fer þeim fjölgandi, sem stunda uam í skólanum lengur en einn vetur, og svo var um 10 nem- endanna nú í vetur. Þyrfti helzt hver nemandi að vera í skól- anum 3 vetur í röð. Söngmálastjóri kenndi ennfremur, ásamt Jóhanni Tryggva- syni söngkennara, á námskeiði fyrir barnasöngkennara og org- anista 1,—16. september. Um 20 manns tók þátt í því námskeiði. Sumir þeirra voru æfðir organistar, og flestallir eru nú færir um að verða organleikarar í kirkju.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.