Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 7
HEILINDJ OG HUGSjÓNARLIF 293 undir bláhvelfingu himins. ísland guðsríki. íslendingar hæfir ti' Guðs ríkis. Vinnan hvar sem er á að stíga upp eins og lof- söngur til hans. Guðs ríkið á að vera hér — ríkið, þar sem vilji Guðs ræður, í verkahring vorum og lífi, liug og hjarta. Því fylgir endurnýj- un og endurfæðing, eldmóður og ótæmandi þróttur. Heilindi í starfi og hugsjónalíf fari saman. A þessu virðist einnig háskólarektorinn, sem ég nefndi áðan, hafa átt nokkurn skilning. Hann lætur sér ekki nægja alls kostar að nefna heilræðið: Vinn, heldur nefnir sagnirnar báðar, sem upphaflega áttu þar saman: Ora et labora. Þú átt að biðja og iðja. Þ. e. a. s. þú átt að biðja um leiðsögn Guðs og hjálp og starfa að vilja hans og ráði. Vinnan ein út af fyrir sig verður aðeins strit, ef aldrei leggur birtu yfir hana að ofan, svo að mikill sannleikur felst í því, er spekingurinn mælti: „Jafnvel fyrir þetta líf eru þeir dánir, sem ekki trúa á annað.“ Starf vort allt á jörðu á að helgast af því, að eilífur himinn Guðs ljómi yfir. Þá fyrst standa verkin hér í fullu gildi og greiða Guðs ríki veginn. Einn af helztu forystumönnum Ungmennafélaganna dreymdi fyrir nokkru fagran draum ,sem hafði mikil áhrif á liann. Hon- um þótti sem þessi orð væru sögð við sig: „Líkaminn deyr. En kærleikurinn og sannleikurinn lifir.“ Heilindi í starfi og hugsjónarlíf eiga að vera blessun og styrk- ur æsku íslands og Ungmennafélögum. Hver sem vinnur af al- hug til gagnsemdar landi sínu, verður snortinn af heilögum anda kærleikans. Það er rétt og satt, er skáldið kveður: En sá, sem heitast ættjörð sinni ann mun einnig leita Guðs og nálgast hann. Ár eftir ár sjáum vér unga plita og stúlkur ganga upp að altari Drottins í hvítum klæðum, ímynd hreinleikans og feg- urðarinnar, og lýsa því yfir, að þau vilji hafa frelsarann Jesú Krist að leiðtoga Hfs síns. Þá er framtíð Ungmennafélaganna vissulega borgið um kom-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.