Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 31
PRESTASTEFNAN 1957 317 Kostnaður við slíka för er að sjálfsögðu mikill. Séra Pétur Sigur- geirsson er þegar farinn vestur. Hann fær styrk frá Heimssam- bandinu til þess að kynnast vestra kristilegu æskulýðsstarfi. Starf Biblíufélagsins. Mestallt upplag Nýja testamentisins hefir nú verið bundið inn í vandað „rexin“-band. En allt er upplagið 5000 eintök. Bókfell hefir annazt bandið með hagstæðum kjörum fyrir Biblíufélagið. Fyrir fermingar í vor var nokkuð bundið inn í hvítt „rexin“, og mun það heppilegt til fermingargjafa. Bókin hefir verið seld í búðum á 60 og 85 krónur. Leiftur hf. hefir haft aðalútsöluna á hendi, og hafa selzt síðastliðið ár um 1000 eintök. Leturplötur stóru Biblíunnar eru nú komnar frá Bretlandi. Er letrið, eins og vænta má, tekið allmjög að slitna, enda var verðið lágt, aðeins 200 ensk pund að meðtöldum umbúnaði og flutningskostnaði í Englandi. Eimskipafélag íslands annað- ist flutning þaðan ókeypis. Hefir verið ákveðið að prenta 5000 eintök af Biblíunni í heldur stærra broti en áður, og er ágætur pappír þegar fenginn til þess. Eins og ég skýrði frá á prestastefnunni í fyrra, hefir Hið ís- lenzka Biblíufélag keypt allt upplag Brezka Biblíufélagsins af íslenzkum Biblíum og Nýja testamentum. Hefir sala þeirra gengið mjög vel, þannig, að um 2000 eintök hafa selzt frá 1. ágúst. Umsjón með dreifingu og sölu liefir Ólafur B. Erlings- son, sem ráðinn hefir verið framkvæmdastjóri félagsins. Hefir mikill þungi starfsins hvílt á honum og féhirði, séra Óskari J. Þorlákssyni, og ber að þakka báðum. Biblíufélagið hélt aðalfund sinn 25. nóvember í Dómkirkjunni í Reykjavík, og var hann fjölsóttur. Frá honurn er sagt í blöðum °g Kirkjuritinu. Mjög margir hafa nú gerzt félagar og ýmsir þeirra ævifélag- ar. Hafa félaginu safnazt með því móti um 20.000,oo kr. Öll- um ævifélögum var sent Nýja testamentið. í sambandi við Biblíudaginn, 2. sunnudag í níu vikna föstu, 24. febrúar, bárust félaginu alls nær 20.000,oo krónur.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.