Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 20
306 KIRKJURITIÐ Ólafsfjarðarkirkja hlaut mikla og góða viðgjörð síðastliðið sumar, og endurvígði prófastur Eyjafjarðarprófastsdæmis, séra Sigurður Stefánsson, hana sunnudaginn 9. september. Neskirkju í Reykjavík vígði ég á pálmasunnudag 14. apríl að viðstöddu mjög miklu fjölmenni, m. a. yfir 20 prestum. Eins og kunnugt er, hefir kirkjan verið lengi í smíðum og kostað um 5.000.000,oo kr. Hún er mjög vönduð og í henni herbergi til kristilegrar félagsstarfsemi. Útlit kirkjunnar sætti harðri gagnrýni margra í fyrstu, en nú munu þær raddir yfirleitt vera þagnaðar, og ljúka ýmsir lofsorði á kirkjuna. Prestsbakkakirkju í Strandaprófastsdæmi \'ígði ég sunnudag- inn 26. maí við mikla aðsókn safnaðarmanna og annarra. Er kirkjan traust og vandað guðshús. Hún hefir staðið í smíðum þrjú ár og ber vitni um samtakamátt og fórnfýsi safnaðarfólks- ins. Svalbarðskirkju í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi vígði ég; á uppstigningardag 30. maí. Hún hefir verið í smíðum frá 1953 og alls ekkert sparið til þess, að hún yrði sem vönduðust, enda hefir hún kostað 750.000,oo krónur. Er það þrekvirki af fámenn- um söfnuði að hafa komið henni upp og öðrum til fyrirmyndar. Mun hún vera einhver fegursta sveitakirkja á landinu. Margar kirkjur eru í smíðum, og byggingu sumra þeirra að mestu lokið. Gjöri ég ráð fyrir, að enn verði vígðar einar fimm kirkjur á þessu ári. Veggir Skálholtskirkju hafa verið steyptir að miklu leyti, og mun unnið að því að hún verði fokheld á hausti komanda. Henni hafa verið gefnar enn stórgjafir. Má þar einkum nefna byggingarefni frá Noregi, mörg hundruð þúsund króna virði, hefir haft þar meðalgöngu ágætur vinur íslands, séra Harald Hope í Ytre Arna. Stór turn hefir verið reistur við Landakirkju í Vestmanaeyjum, svo að nú rúmar kirkjan fleiri en áður. Enn hefir verið reistur turn til minningar í kirkjugarðinum í Görðum á Akranesi. Mikill áhugi ríkir nú víða með söfnuðum á því að fá sem vönduðust hljóðfæri í kirkjur. Og árlega gefa félög og einstakl- ingar stórgjafir til kirkna sinna, fagra muni, altarisklæði og dúka og messuskrúða.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.