Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 16
302 KIRKJUHITIÐ fardaga 1944. Jafnframt sínu prestakalli þjónaði hann Staðar- hólsþingum 1907—1909, 1920—1927 og 1929—1944, ennfremur Staðarfells og Dagverðarnessóknum 1919—1920. Prófastur Dala- prófastsdæmis 1920—1944. Hann var 35 ár í stjórn Sparisjóðs Dalasvslu og lengst af formaður, ennfremur nokkur ár formað- ur Kaupfélags Hvammsfjarðar og Kaupfélags Stykkishólms. Að loknu prestsstarfi var hann til æviloka bókari hjá Almennum Tryggingum í Reykjavík. Mörg ár formaður Félags fyrrverandi sóknarpresta. Hann kvæntist árið 1900 Ragnhildi Ingibjörgu Bjarnadótt- ur, bónda í Ármúla. Séra Ásgeir var maður vel gefinn og dugmikill starfsmaður, enda naut hann trausts og vinsælda og virðingar. Þótti því máli vel borgið, er hann tók að sér, og munu hans verða spor lengi. Hann var í senn þrekmenni og ljúfmenni. Séra Pétur Tyrfingur Oddsson, prófastur í Hvammi í Dölum, dó af slysförum 4. nóvember, 44 ára gamall, fæddur 6. sept. 1912. Hann var prestur í Hofsprestakalli í Álftafirði 1936—1944 og síðan í Hvammsprestakalli í Dölum til dauðadags. Þau ár var hann jafnframt prófastur í Dalaprófastsdæmi. Hann hafði á hendi aukaþjónustu í Bjarnanesprestakalli, Heydalaprestakahi, og Staðarhólsþingum frá 1944—1954. Hann lét skólamál og söng- mál mjög til sín taka, var skólastjóri og kennari og formaður Kirkjukórasambands Dalaprófastsdæmis. Miklar jarðabætur og húsa urðu í hans tíð á hinu fornfræga höfuðbóli. Hann kvæntist 1941 Unni Guðjónsdóttur, bónda í Tóarseli í Breiðdal. Þeim varð 4 barna auðið. Séra Pétur var hugsjónamaður mikih og brennandi í anda að starfi sínu. Þótt hann félli frá ungur, lauk hann góðu dags- verki, og er skarðið eftir hann vandfyllt. Hann var mjög vin- sæh af safnaðarfólki sínu og harmdauði þeim, er þekktu hann. Einkum mun þess lengi minnzt, hve vel hann efldi kirkjusöng og sönglíf yfirleitt. Kirkja íslands þakkar þessum mönnum störfin og blessar minningu þeirra. Vér biðjum fyrir þeim og ástvinum þeirra og vottum þeim virðingu vora með því að rísa úr sætum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.