Menntskælingur - 01.04.1949, Blaðsíða 1

Menntskælingur - 01.04.1949, Blaðsíða 1
MENNTSK ÆLINGDR 3. tbl. Akureyri — Apríl 1949 II. árg. THE WORLD WE WANT Gunriar G. Schram í desember s.l. efndi stórblaðið' ameríska New York Herald Tribune til samkeppni meðal menntaskóla- nema hérlendis um það, hver Jxeirra gæti skrifað beztu greinina um Heiminn, sem við kjósum. — Akveðið var, að sá drengur og sú stúlka er bæru sigur úr býtum skyldi dveljast um 10 vikna skeið í Bandaríkjum Norður-Ameríku. — Nokkrir nemend- ur héðan af Akureyri tóku þátt í samkeppninni. — Af drengjum skrifaði Einar Benediktsson, Rvík, beztu ritgerðina, en Gunnar Schram, Akureyri þá næstu. Af stúlkunum skrifaði Vilhelmína Þorvalds- dóttir, Akureyri, beztu ritgerðina, en hún gat ekki þegið boðið vegna veikinda. •— Hér á eftir birtist grein Gunnars Schram. V. Þorvaldsdóttir FRELSI EINSTAKLINGSINS ER FRELSI ALLS HEIMSINS Á því leikur enginn efi, að öl) óskum við eftir nýjutn og betri heimi. Um það eru aliir sammála. Heimi, þar sem allir geta lifað saraan í friði og eindrægni án ótta við framtíðina og hið óþekkta, er hún ber í skauti sér. Sverð Damokles- ar hefir of lengi hangið yfir höfðum okkar í þann veginn að falla á hverju augnabiiki. Við höfum einnig upplifað of margar styrjaldir með öllum þeim hörmungum og sorgum, ekkjum og munaðarleysingj um, sem þeim eru sam- fara. Fáni heimsins, sem við kjósum, hlýtiír því að bera áritunina: Friður! Frá aldaöðli hefir mannkynið þráð nýjan og betri heim, en sagan sannar, því miður greinilega hið gagnstæða. Slíkur heimur var aðeins iil í hugar- lieimum hugsjónamanna og heimspek- inga fortíðarinnar, og það var fyrir þann heim, sem þeir, margir hverjir, liðu kvalafullan dauðdaga á bálkestin- um eða höggpallinum, en ekki þann, er við lifum nú í. Þeir voru píslarvottar hugsjónaheima sinna, en ekki þessa. Blöð sögunnar eru rituð blóði. Hún segir frá stöðugum skærum, blóðsúthell- ingum og hörmungum, frá saklausum

x

Menntskælingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.