Menntskælingur - 01.04.1949, Blaðsíða 9
MENNTSKÆLINGUm
9
ermarnar og varð rauður í andlitinu.
Stúlkutetrið hjúfraði sig upp að mér
svo, að ég var ekki í neinum vafa um,
hvað til bragðs skyldi taka. Ég rauk á
fætur, réðist á gripinn og öskraði: —■
Hvern djöfulinn vilt þú upp á dekk við
íslandsmann, aumi engelski sláni, ha?
— Mótspyrna hans stoðaði lítið. Ég gaf
honum einn milli augnanna, opnaði
dyrnar og sparkaði honum út á götuna
og skellti í lás.
Verbúðarhurðinni var hrundið upp
og í gættinni birtist andlit Magnúsar
formanns.
— Strákar, strákar, fljótir, það er
farið að falla undir hátana, kallaði
hann. Allir stukku á fætur, snöruðu sér
í stígvélin og þustu út.
Það mátti ekki tæpara standa.
Brimið hafði þegar kastað mótor-
bátnum á hliðina, en hann var gripinn
af sterkum höndum og von bráðar var
honum bjargað undan sjó.
Bragi gekk til Óla.
— Hvernig fór það? spurði hann.
— Fór hvað?
— Þarna þetta, sem þú varst að segja
okkur?
— Fór það? Helvítis fífl ertu, dreng-
ur. Hvernig heldurðu að það hafi far-
ið. Auðvitað var ég hjá henni um nótt-
ina.
Sigurjón Einarsson.
—X—
—X—
VOR
I bœnum fer bráðum að vora,
bernskan Ijómar af kœti.
Brosandi glettnar ganga,
glaðvœrar meyjar um strœti.
Þrœtur og illindi þagna,
það er hin gamla saga;
því vorið vekur að nýju
vináttu horfinna daga.
Garðarnir anga af grósku,
grösin byrja að sprelta.
JJti er gaman að ganga
og gaspra um hitt og þetta.
KETILL.
Saga iífsíns.
Sáust, kvöddust, kynntust, mœttust,
kysstust, unnust, hétust,
reiddust, glöddust, rifust, sœttust,
resktust, eltust, létust.
JÖKULL.
Leiðindi.
Fokið er í flestöll skjól,
finnst mér allt svo einskisnýtt.
Þetta líf er líkt og hjól,
líkt og hjól, er einatt snýst.
KETILL.