Menntskælingur - 01.04.1949, Side 13

Menntskælingur - 01.04.1949, Side 13
MENNTSKÆLINGUR 13 verkefniS ekki allt of létt fyrir honum, því að hlutverk hans er ekki í alla staði að framreiða nákvæman og tilreiddan fróðleik, né aðeins að gefa einkunnir og lítið meira, heldur að kenna nem- andanum að kenna sér sjálfum. Hann takmarkar hjálp sína, þar sem það er mögulegt, við það að segja nemandan- um hvar og hvemig hann geti fundið þær upplýsingar, er leysi vandræði hans. Til þess að svo megi verða, þá er hvert einstakt herbergi útbúið með litlu en fullkomnu bókasafni fyrir hverja námsgrein. Nemendur eru hvattir til þess, að nota safn þetta sem mest og er kennt að notfæra sér handbækur og aðrar heimildir. Afleiðingin verður sú, að þeir verða hrátt fullfærir grúskarar, sem vita nákvæmlega hvar og hvernig þeir geta fundið þær upplýsingar og aflað sér þess fróðleiks, er þá vanhagar um. Þetta er að mínu áliti einn helzti kostur Dalton fyrirkomulagsins. í þannig skólum er nemendunum kennd listin að kenna sér sjálfum. Þar læra þeir raunverulega í sveita andlits síns og muna því það, sem þeir læra á þann hátt, sem nemendur þiggja framreidda fræðslu af kennara sínum eða læra vél- rænt með stöðugum endurtekningum, mundu aldrei verða færir um.“ • Þannig kemst Huxley að orði um kennsluskipun þessa, en ég vitna ekki í hann hérna sökum þess, að ég álíti það endilega nauðsynlegt, að hún verði að öllu leyti tekin upp hér á landi. Ég hefi aðeins leitt athygli ykkar að þessum málum vegna þess, að mér hefir fund- izt, að hér væri runnið upp þúsund ára ríki, óskeikult og óbreytanlegt í kennslu- málum, vegna þess, að þótt forustu- menn skólamála hér á landi séu margir hverjir ágætlega vel menntaðir menn, þá rnætti eftir verkunum halda, að þeir væru allir með tölu íhaldssamir, átt- ræðir öldungar eða þá, að við byggjum enn við sömu einangrunina og fyrr á öldum og hefðum því enga hugmynd um það, sem skeður í heiminum né framfarirnar þar. Á annan hátt er vart hægt að skýra tómlætið og hið stein- runna áhugaleysi í þessum efnum með einni eða Iveim undantekningum. Það er sorgleg staðreynd, en staðreynd samt, að ein veigamesta framförin í kennslu- málum okkar allt frá því, er Bessastaða- skóli var stofnaður fyrir meira en heilli öld, er sú að spansreyrinn var lagður á hilluna. Er ekki tími til koniinn, að kennslu- skipuninni verði jafnt og skólaskipun- inni hreytt íil betri vegar? G A S P U R Jón Arni: Eg kom hérna með skriflegt úr 4. bekk. Þ-ð hafið kannske séð það? Ur öftustu röð: Nei, við erum ekkert að hnýsast í þess háttar. Ungu brúðhjónin voru að leggja af stað í brúðkaupsferðina. Brúðgumanum, annars hug- ar varð á sú skissa að kaupa aðeins einn far- mlða með lestinni. „Hvað er þetta, Jósep,“ spurði brúðurin önug, „þú hefir ekki keypt nema einn far- miða.“ „Skelfing get ég verið galinn,“ svaraði um hæl hinn snarráði brúðgumi, „ég steingleymdi miðanum handa sjálfum mér.“

x

Menntskælingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.