Menntskælingur - 01.04.1949, Side 14

Menntskælingur - 01.04.1949, Side 14
14 MENNTSKÆLINGUR Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkan- um í auga þínu? , Hugvekja til Ólafs Hauks. í síðasta tölublaði Munins (5. tbl.), birlist grein eftir Olaf Ilauk Arnason, sem hann nefnir „Onnur rilfregn“. Mun grein þessi eiga að vera einhvers konar ritdómur urri 2. tbl. Menntskæl- ings. Það er ekki ætlun mín að deila við Ólaf Hauk um réttmæti þeirra dóma, sem hann kveður upp yfir efni blaðsins, þess er engin þörf. Öllum sem grein hans lesa, ætti að vera ljóst að hún er skrifuð af meinfýsni og persónulegri óvild í garð blaðsins og þeirra er að því standa, en ekki vilja til benda á það, sem belur mætti fara. Hins vegar'get ég ekki látið hjá líða, að leiðrétta ýmislegt í grein þessa ágæta stöðunauts míns. Vil ég þá fyrst taka fram, að mynd sú er birtist á forsíðu í umræddu blaði, er tekin af Edvard Sigurgeirssyni, og birt með hans leyfi.. Svipuð mynd var hirt í Munin 4. tbl. 1947, en það myndamót er helmingi stærra. Mynd þessi er því Muninum alls óviðkomandi. „Gaf“, í næst síðustu vísu í Draum- sýn, er ekki prentvilla fyrir „Gat“, og er ekki rangt mál, eins og greinarhöf- undur virðist halda fram. „e-m gefur á að líta“ er gefið í Orðabók Sigfúsar Blöndal, og merkir „en kan klart se n-t“. Mun ritstjórinn þarna hafa ætlað að auglýsa íslenzku kunnáttu sína, en tekist álíka hrapallega og í ritdómi sín- um um fyrsta tbl. Menntskælings, þar sem hann ræðir um „síðustu dreggjarn- ar“. Annars finnst mér að ritstjórnar Munins ættu að minnast sem minnst á prentvillur — til þess eru þær alltof tíðar og áberandi á síðum Munins. Grein Ólafs Hauks er annars rituð af miklum fjálgleik og trú á getu sína á sviði skáldskapar og ritsnilldar. Á ein- um stað segir Ó. H.: — Krossgáta er í ritinu og eitthvað um skák. Hvorki er ég skákmaður né krossgtáuhestur og læt því slíkt liggja milli hluta. En telur þú þig skáld og rithöfund, og því geta dæmt um bundið mál og óbundið? Sjálfstraust getur sjálfsagt verið gott, en það getur villt mönnurti sýn. Það kemur all kynlega fyrir sjónir, þegar Ól. Ifaukur deilir á aðra menn fyrir stælingar og uppsuðu úr verkum annarra. Flestir gætu honum fremur deilt á aðra fyrir slíkt, án þess að

x

Menntskælingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.