Menntskælingur - 01.04.1949, Side 15
MENNTSKÆLINGUR
15
sneiða alltof nærri sjálfum sér. Þeir
ættu eklci að kasta grjóti, sem sjálfir
búa í glerhúsum.
Það er dálítið undarlegt að lesa sög-
ur og Ijóð þessa ágæta höfundar, því
að með stuttu millibili rekast menn á
gamalkunnar setmngar „úr ljóðum“ og
sögum „snillinga lifandi og dauðra“
eins og 01. Haukur konist sjálfur að
orði. Óþarft er að nefna dæmi, því að
öllum sem lesið hafa Ijóð eftir Stein
Steinarr og sögur eftir Elías Mar ann-
ars vegar og sögur og ljóð eftir Ölaf
Hauk eða Álf úr Krók(i) hins vegar,
hlýtur að vera þetta ljóst. Sem dærni
skal þó benda á ljóðið og söguna
„Haust“ í 1. tbl. þ. á. í Ijóðinu segir m.
a.: „— verður hugur minn sem hljóð-
andi vængstýfður fugl“. Hvaðan er fyr-
irmynd þessarar setningar? Þeir, sem
lesa ritfregn Ól. Hauks mættu ætla að
hann væri mikið skáld og frumlegt, og
eitt rná sjá á greininni, og það er, að
hann hyggur sig vera það. Ég hygg að
þær ráðleggingar, sem Ólafur Haukur
gefur, sumum þeirra er í Menntskæling
skrifa, gætu verið ágætar fyrir hann
sjálfan lil að breyta eftir, eins og t. d.:
„Þú ættir að temja þér léttleika og
Ijóðrænu Sæmundar, vinur.“ Og: „1
fullri alvöru.sagt held ég Jökli.eins gott
að steinhætta að yrkja, eða, að minnsta
kosti, að birta kveðskap sinn.“ Viðvíkj-
andi svardögum Ó. H. um að hann hafi
aldrei séð annan eins kveðskap á prenti
og kvæði „Ketils“ mega menn ætla að
Ö. H. hafi alls ekki séð sum þeirra
kvæða, sem getið hefir að líta á síðum
Munins í vetur, a. m. k. ekki öll kvæði
Álfs úr Krók.
„Hún var svo tigin,“ segir joð. Heild-
saladóttir eða hvað?“ spyr sá sem ekki
veit,“ segir Ól. Haukur.
Eru engir tignir í þínum augum nema
heildsalar og heildsaladætur, Ólafur
Haukur? „spyr sá sem ekki veit.“
Ekki er rúm hér til að elta ólar við
allar þær firrur, er fram koma í ritfregn
þessari. 01. Haukur reynir þar að löðr-
unga aðra, en löðrungar um Ieið sjálf-
an sig; reynir að dæma aðra, en dærnir
sig um leið.
Án efa hefir margt verið vel gert í
Muninum í vetur og eiga margir þakkir
skylið íyrir ritsmíð sín þar. Flestum
mun þó bera saman um, að þar hafi
verið of mikið um hið „sentimentala“.
Ef sú kenning er rétt, að þeir ræði
mest um konur, sem minnst þekki þær,
má ætla að ýmsir þeirra er í Muninn
rita séu harla lítt kunnugir þeirri dýra-
tegund.
Að endingu vil ég svo láta í ljósi þá
von, að í framtíðinni megi Muninn vera
því hlutverki sínu vaxinn að vera vett-
vangur fyrir úrvalsritsmíðar nemenda
og frásagnir úr skólalífinu, en ekki
samsafn „háfleygra“ ljóða og hugaróra.
Halldór Þ. Jónsson.
GASPU R
Heyrt í náttúrujrœSitíma:
•— Hvar myndast rauðu blóðkornin?
— I mænunni.
— Hvaða efni leikur mest um líkama
okkar?
— Sólin.