Menntskælingur - 01.04.1949, Page 16
16
MENNTSKÆLINGUR
í STUTTU MÁLI •
ÍSLENZKAN.
Osjaldan heyrir maSur ýmis konar
aðfinnslur um kennsluna hér í skólan-
um, eins og um skiplingu stunda milli
námsgreina. Slíkt er að sjálfsögðu mjög
eðlilegt, þar sem engar hömlur eru lagð-
ar á málfrelsi, og á hinn bóginn misjafn
áhugi nemenda. Einn vill læra þetta,
annar hitt, og svo kemur hver tillagan
upp á móþ annarri.
Fyrir ári síðan var þetta tekið fyrir á
málfundi, og komu þá bezt fram hinar
sundurleitu skoðanir. En eitt virtust
menn nokkuð sammála um: að íslenzku-
kennslu bæri að auka að mun (í efri
bekkjunum), einkum með tilliti til ís-
lenzkra bókmennta á síðari öldum.
Það virðist dálítið einkennilegt, að
eytt skuli sex til sjö tímum í latínu-
kennslu á viku hverri, ámóta í önnur
mál, meðan aðeins þrem er varið íil að
kenna móðurmálið. Og þar sem sú
kennsla er nálega eingöngu miðuð við
málfræði ,að því einu undanteknu, að
sjötti bekkur les forníslenzka bók-
menntasögu, þá er ekki líklegt, að sum-
ir stúde.ntar viti mikið hvað ritað hefir
verið á tungu vorri. Þeir kennarar, sem
kenna hin útlendu mál, verja jafnan
löngum tíma, til að tala um höfunda
þeirra þjóða, enda er það efni að mestu
tekið úr nútíðarbókmenntum. Hafa þeir,
sem héðan útskrifast þannig meiri
möguleika til að vita deili á þeim en
sinnar eigin þjóðar.
Mér hefir skilist, að á stúdentsprófi
séu gerðar allharðar kröfur um kunn-
áttu í íslenzku, þar mun þó hókmennt-
urn harla lítil skil *gerð, og aðeins
drepið á helztu atriði; aftur á móti
nákvæm skrá yfir höfuðsmenn dana og
ýtarleg skýrsla um kóngaætt þeirra.
Væri ekki hægt að hæta við svo sem
tveim stundum á viku í íslenzku, þótt
það yrði þá dregið af latínu eða þýzku?
BÖKASKORTUR.
Bóksalar kvarta um gjaldeyrisskort,
og kveðast ekki útvega bækur. — Þó
mun sjaldan líða langt á milli að ensk-
um Lilleputheftum og amerískum leik-
arablöðum skjóti upp í hillum þeirra.
Auðvilað má deila um menningargildi
slíkra rita, en af flestum eru þau talin
harla lélegt lestrarefni, jafnvel tæpast
notuð til lestrar, heldur eins konar
skraut í vistarverum gæjanna. Þó er
reynsla fyrir því að góðar bækur selj-
ast vel þegar þær koma, einkum bækur
hinna frægari nútímahöfunda. En fyrst
kastar tólfunum þegar þessi rit eru látin
ganga fyrir nauðsynlegum orðabókum
og námsbókum.
Annars munu bóksalar ætlasl til að
skólarnir afli sér eigin leyfa.
HÖFUÐPRESSAN.
Fyrir nokkrum dögum rakst ég á
skólablað menntaskólanemenda í
Reykjavík. Þótt ekki væri það tilgang-