Menntskælingur - 01.04.1949, Qupperneq 19
MENNTSKÆLINGUR
19
Fréttir
*
KAFFIKVÖLD 3. BEKKJAR var
lialdið 19. febr. s. 1. á hátíðasal skólans.
Margrét Ólafsdóttir setti samkomuna,
Gissur Pétursson las upp gamansögu,
Guðinundur Samúelsson lék einleik á
píanó, Jóhann Konráðsson söngvari
söng einsöng; undirleik annaðist As-
kell Jónsson og Gylfi Pálsson las upp
annál 3. bekkjar.
Skemmtiatriðin voru öll hin beztu;
sérstaka gleði vakti þó annállinn, enda
var liann bæði vel saminn og vel fluttur.
Við þetta tækifæri komu út skop-
myndir af nokkrum kennurum og nem-
endum 3. bekkjar í riti, sem kallaðist
Ugluspegill. Eru margar myndirnar
prýðilega vel teiknaðar og hinar fyndn-
ustu.
Mikið fjölmenni var þarna saman-
komið, og tókst 3. bekkingum, venju
fremur, að forða mönnum frá þeim
óþægindum, sem fylgja venjulega borð-
haldi í svo miklum þrengslum.
*
MENNTSKÆLINGUR þakkar öltum,
sem stutt hafa blaðið, í vetur, gott sam-
starf.
Ritstj.
ÆRSLADRAUGURINN. Nýlega er
lokið sýningum á gamanleiknum Ærsla-
draugurinn eftir Noel Coward, sem sett-
ur var á svið af Leikfélagi M. A. Leik-
urinn var alls sýndur 9 sinnum. Leið-
beinandi var Jón Norðfjörð.
Leikendur voru þessir:
Baldur Hólmgeirsson, 5. bekk M.
Rannveig Jónsdóttir, 5. bekk M.
Árnína Guðlaugsdóttir, 6. bekk M.
Jóhanna Þorgeirsdóttir, 4. bekk S.
Hólmfríður Sigurðardóttir, 4. b. M.
Þórný Þórarinsdóttir, 5. bekk M.
Páll Þór Kristinsson, 6. bekk M.
Leikurinn var vel sóttur og hlaut
góða dóma í blöðum bæjarins.
Eiga leikendur skildar miklar þakkir
fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu
skólans.
*
HIN ÁRLEGA SKÓLAHÁTÍÐ M. A.
var baldin 28. marz s. 1. að Hótel Norð-
urland, og hófst með kaffidrykkju.
Þórarinn Björnsson, skólameistari
setti samkomuna og bauð menn vel-
komna, Eyþór Einarsson flutti minni
íslands, Ólafur Sveinsson flutti minni
skólans, Örn Friðriksson flutti minni
kvenna og Steinunn Bjarman flutti
minni karla. Einnig söng skólakórinn
nokkur lög undir stjórn Björgvins Guð-
mundssonar. Að lokum var dansað.
Skemmtunin var mjög fjölsótt og hin
ánægjulegasta.