Gelmir


Gelmir - 01.04.1954, Page 2

Gelmir - 01.04.1954, Page 2
För Jóns til hirðar Jarls. Það er upphaf þessa máls, að búandi nokkur bjó í norðurhluta okkar kalda lands í firði þeim er S. heitir. Hann var maður allmerkur, og þótti sumum að hann kynni nokkuð fyrir sér, enda var hann sigldur í kóngsins Kaupinhavn. í hinum næsta firði fyrir austan bjó þá höfðingi mikill, og hafði hann, að fornum sið, hirð um sig. Þótti ungum mönnurn gott að sitja að hirð hans og fræðast um ýmsa hluti og atburði, er skeð höfðu á gervallri heimskringlunni, og ske enn þann dag í dag. Það næs'a er vér hermum frá, er að bóndinn, sem við köllum Jón, fær spurnir af hirð þessari, og fýsir hann mjög að fara og vita hvort hann má nokkuð læra. Rennur nú upp sá dagur, er Jón býst til fararinnar. Það var bjartur og fagur haustdagur, eins og haustdagur getur framast orðið á voru landi. Jón stendur á hlaðvarpanum og býr sig til að kveoja konu sína og hjú sín, og kveðjustundin rennur upp, nú er að duga eða drepast. Þegar kveðjum og árnaðarorðum hefur verið úthellt leggur Jón af stað. Eigi kunnum vér frá ferð bónda að segja fyrr en hann stendur á heiðar- brún, Verður honum þá litið til baka, yfir dalinn sinn. þar sem hann hef- ur alið allan slnn aldur, líður þá andvarp frá brjósti hans og hann segir: „Fagur er dalurinn svo að mér hefur hann aldrei jafnfagur sýnst. En eigi verður hér aftur snúið og hertu þig nú upp Jón.“ Nú segir ekki af ferðum Jóns, fyrr en hann kemur að höllu Jarls. Finnst honum að þar sé allt frið- samlegt og allt á annan veg en hann hafði ráð fyrir gert. Gengur hann nú kringum höllina og fi.inur að á henni eru þrjár dyr og virðist nú úr vöndu að ráða, hverjar dyr skuli knýja á. Tekur hann þá það ráð að knýja á hinar nyrztu dyr og freista, hvort þar muni ekki upp lokið verða. Knýr hann þrjú högg mikil á dyrnar að gömlum og góðum sveita sið. í sama mund kveður við ógurlegur hávaði inni í húsinu, líkt og glymur í kirkju- klukku, nema hvað þetta er miklu meiri hávaði. Hyggur hann þetta vera galdra og gjörningar og hleypur hið bráðasta á braut. Opnast nú dyr þæ; er hann knúði á, og út flæðir hópur manna með hiópum og óhljóðum svo ógurlegum að jörð öll titraði og fuglum him- insins fatast flugið. Voru menn þessir sumir smáir vexti, sumir stærri og 2 GELMIR

x

Gelmir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gelmir
https://timarit.is/publication/454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.