Gelmir


Gelmir - 01.04.1954, Side 4

Gelmir - 01.04.1954, Side 4
I gær og í dag, i. í gróðursælum hvaoimi skammt frá reiðgötunum, þar sem loftið bland- ast angan birkikjarrsins og blágresið og umfeðmingurinn vaxa, æja þau tvö. Þarna skoppar fram hófsóleyjum brydd lindarspræna, er hverfur í lyngmónum fyrir neðan. Hestarnir grípa niður og háma í sig hvanngrænt kjarngresið, svo að græn froðan vellur niður á beizlisstengurnar. Hún hagræðir skotthúfunni og strýkur gráa hrossamóðuna af pilsinu. Hann leysir skinnskjóðuna frá hnakknum, til að aðgæta, hvort vel fari um sálmabókina og dönsku skóna, því að slík verðmæti mega eigi verða fyrir hnjaski, og hann hagræðir hlutunum varfærnislega. Nú ganga þau að lindinni og bergja hrpssandi uppsprettuvatnið, sem olökkvir sáran þorst- ann. Upp í kjarrinu syngur þrösturinn, en niður í mónum kveður við sam- kór lóunnar, spóans og hrossagauksins. Bæði horfa björtum augum upp í himinbláman. Ennþá eru þau að vísu búlaus, en bera í brjósti trú á mátt ísienzku moldarinnar og líta bjar'.sýn til þess, er framtíðin muni bera í skauti sínu. Það er árla sunnudags í sláttarbyrjun, og þau eru á leið til prestseturs- ins og höfuðbólsins, Staðar, að hlýða á messu. Hóíatök frárra vekring- anna kveða við í troðningunum niður móinn, og á grundinni fyrir neðan er þeiin gefinn laus taumur. Þeir teygja fram hálsana, og sprettinum linnir ekki fyrr en frammi á bakka fljólsins, sem rennur kolmórautt eftir miðj- um dalnum. Á bakkanum situr gamall ferjumaður, albúinn að ferja kirkjufólk og aðra vegfarendur yfir um. Hann rís á fætur, dregur skinn- sokkana ofar, gengur í móti komumönnum og heilsar með kossi. Þau spretta af hrossunum, sem synda yfir hyldjúpa lygnuna. Reiðtygjunum er komið fvrir í stafni ílatbytnunnar, en þau tvö setjast á afturþóttuna. tíma kom Jón aftur og gerðist hirðmaður Jarls og naut þar mikillar virð- ingar sakir vizku sinnar. Hér þrýtur handrit það er vér lásum þessar línur á. Getum vér þess vegna ekki rakið sögu Jóns sem hirðmanns Jarls lengra. Mendax. 4 GELMIR

x

Gelmir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gelmir
https://timarit.is/publication/454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.