Gelmir - 01.04.1954, Side 5
Karlinn ýtir frá landi og sezt síðan undir árar. Við heyrum gjálfrið af
taktföstum áratogum gamalreynda ferjumannsins deyja út, er við stönd-
um á fljótsbakkanum c-g horfum álengdar aftur í tímann á ferðalag þeirra
afa og ömmu.
II.
Bifreiðin stanzar. „Hvern sjalfan þremilinn á það að þýða að bremsa
svona snöggt, mannasni?“ verður mér að orði við félaga minn, sem ekur
bifreiðinni og hafði hemlað svo óvænt, að ég rak ennið í rúðuna ,er fram
veit. „Nú, við.vorum nærri farnir framhjá,'4 segir hann, „þetta er víst
Hvammur.“ Kærulaus lygnir hann augunum líkt og kvikmyndastjarna,
tekur útreyktan vindlinginn af neðri vörinni, opnar hurðina og hendir
leifunum út. Rykið r.f veginum smýgur inn og blandast benzínloftinu,
sem þar ríkir. Félagi minn, Jón, er framsóknarmaður og ekur vöruflutn-
ingabifreið kaupfélagsins, en hana höfum við fengið til eigin afnota
þennan sunnudag og ætlum að bregða okkur á dansleik í samkomuhúsinu
að Stað í .... dal. — „Heyrðu lasm, eigum við ekki að líta inn á barinn
og fá okkur kaffisopa?“ segir Jón. „Allright, ég er til, en á ekki cent,“
svara ég. „Ok, ég redda því,“ segir félagi minn aftur. Við stígum út úr
bifreiðinni og göngum heim að gisli- og veitinga-húsinu Hvammi. Þetta
er nýtízku þriggja hæða ljósgult steinhús með flötu þaki, þar sem fyrir er
komið sólskýli ætluðu dvalargestum. Fyrir ofan malarflötinn, sem húsið
stendur á, er hvammurinn, þar sem kræklótt og óþriflegt kjarr er að finna.
Það þrífst ekki vegna ryksins, sem stöðugt leggur þangað upp af mölinni.
Eini gróðurinn, sem þar blómgast, eru hófsóleyjar, er vaxa á bökkuin
lindspíænu, sem þarna rennur og vökvar þær og laugar.
Fjöldi fólks situr inni í veitingasal hússins. Annarlegar raddir berast
okkur til eyrna, því að þarna sitja að borðum amerískir hermenn, mjög
vel greiddir og rakaðir á gljáburstuðum skóm, þýzkir ferðalangar í græn-
um ferðafötum og sænskir hvítasunnumenn í pokabuxum. Enskir efna-
menn, sem þarna kallast laxveiðimenn, mæla veidda og glataða laxa með
höndunum einum. Fulltrúar íslands eru ungir að árum, síjórtrandi ná-
ungar, snöggklipptir og í heiðbláum fötum af erlendum toga spuunum,
að auki bera þeir litauðug negrabindi. Við félagarnir teljumst til síðast-
nefndra aðila og berum þess glöggt merki í öllum háttum.
Kæruleysislega höllumst við fram á afgreiðsluborðið við enda salar-
ins, krækjum fótunum aftur fyrir háa s'ólfæturna og sötrum ódýrt mola-
kaffi. — Kaffið er greitt og við félagarnir göngum út, stígum upp í bif-
reiðina og höldum áfram ferðinni. Áliðið er dags, umferðinni hefur linnt
GELMIR 5
I