Gelmir - 01.04.1954, Side 11
^austsóí —
Að sunnan
kom sólin
svífandi létt,
teygði út fótinn
og tyllti honum nett
á tindinn fagurhvíta.
Bylgjaðist kjóllinn
svo blasti við
lykkjufall langt,
sem lá á snið,
en mér gafst ei lengra að líta.
K. R. Gíslason.
Stökur.
Nú skal kveða kíminn brag,
körlum sorgir linna.
Hirða hvorki’ um list né lag,
Ijóðin saman tvinna.
Látum ekki andans borg
okkur hefta lengur.
Köstum bœði sviða’ og sorg.
Syngið mey og drengur.
Ástarsorg.
Reika ég bögull og reiður,
rarnba um strœti og torg.
Tipla svo kraminn og klökkur,
kvalinn af ástarsorg.
Hefði ég heldur kosið
að halda þeim sœttum við þig■
Hví fæ ég ei aftur það brosið,
sem áður fyrr heillaði mig.
Nú skal deyfð og drungi brott,
drengja lyftist bráin.
Lifum, sveinar, fínt og flott,
svo fyllist innsta þráin.
L. J.
Hugurinn hamslola hlýlur
að herja á virkið á ný.
Boðorðið gullvœga brýtur.
Bros fram á varir á ný!
Pétur Angantýa
G E L MIR
11