Epilogus - 01.04.1955, Blaðsíða 4

Epilogus - 01.04.1955, Blaðsíða 4
4 E P I L O G U S Bókaí regn Blaðinu hefur borizt nýútkomnir kafiar úr íslenzkri bókmenntasögu í ritgáfu ís- lenzku-akademiu skólans. Verk þetta er hin mesta búbót í íslenzkum bókmenntum, og kom það út í mörgum áföngum eins og flest önnur meiriháttar vísindarit. Prentverk Arna Friðgeirssonar sá um prentunina og hefur leyst verk það frábær- lega af bendi, en prófarkalestur virðist af einhverjum ástæðum hafa farizt fyrir. Um bókbandið bafa hinir og þessir séð, en bandið er forkunnarfagurt. Ritverki þessu hefur verið tekið með á- köfum fögnuði af íslenzkum fræðimönnum og bókavinum, og hafa færustu íslenzku- fræðingar birt lofsverða ritdóma um verk- ið víðsvegar um heim. Er útgefendum mikill sæmdarauki aí bókmenntaverki þessu og eru miklar vonir bundnar við þessa ungu vísindamenn, sem svo vel hafa byrjað. Bókin er tilvalin tæki- færisgjöf sérstaklega til ferminga- og gift- ingagjafa. Lífshroftur hshhandi sólor Síðasti Muninn getur þess, að nokkrir háttvirtir 6. bekkingar hafi gerzt lukkuridd- arar á öllum tjúttsamkomum og meiriháttar partýum í bænum. Blaðið hefur nú komizt á snoðir um, að bér mun vera átt við þá Náttúru-Helga, Gilla Dúx og Dægurlaga- Jonna. Hafa piltar þessir vakið allmikla at- hygli að undanförnu fyrir að aka um bæ- inn, eftir að rökkva tekur, með ofsahraða á dráttarvél þéttskipaðri kvenfólki. Ekki er Ljósmyndari blaðsins var jyrir skömmu staddur út við Lónsbrú og tók þessa mynd skömmu eftir að „verkfallsskrifstofan fékk veður af ráðqgerðmni“. Sbr. Verkamaður- inn 15. apríl. — Hver gaf upplýsingar um hvað? mönnum kunnugt urn hvert geimkarlar þess- ir flytja kvennafansinn, en háværar getgát- ur eru uppi um það, að Gísli hafi komið upp kvennabúri á óðali sínu að Lögmanns- hlíð — því að svo mikið er víst, að eftir þrjúkaffi á sunnudögum aka þeir Gilli og Náttúru-Helgi ævinlega í kjól og hvítt á dráttarvélinni upp til fjalla. Heyrzt hefur að Hólmsteinn Valdimars- son sé í þann veg að fá dráttarvél af nýjustu gerð frá Skagafirði. Ekki er blaðinu kunn- ugt hvort Hólmsteinn ætlar að reka svipað- an „husiness“ og Náttúru-Helgi, eða keyra á stöð, en hitt hefur aftur á móti kvisazt, að hann ætli í vor að aka Sæmundi á Sjónar- hæð um sveitir hér norðanlands í kristni- boðserindum.

x

Epilogus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Epilogus
https://timarit.is/publication/455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.