Epilogus - 01.04.1955, Blaðsíða 3

Epilogus - 01.04.1955, Blaðsíða 3
E P I L 0 G U S 3 hefi heyrt talað um verzlunarmál, verka- lýðsmál, bókmenntir, jafnvægi í byggð landsins, ferðasögur og fleira, sem ekki al- þýðleg umræðuefni. Ef K. R. vill tala um íþróttir, kvenrétt- indi, bindindismál og önnur slík efni, þá er því til að svara, að slíkir fundir verða sjaldnast fjörugir og aldrei frumlegir, en af orðum K. R. og iiins „verandi varaform. félagsins“ mætti ætla, að þeir vildu helzt tala um veðrið eða skepnuhöld og afla- brögð. Þá er komið að spurningunni: Um hvað á að tala á málfundum í mennta- skóla? Svar mitt við þeirri spurningu er að tala beri um þau efni, sem flestir ræðumenn gela sætt sig við, því að þeir öðrum fremur I tera uppi fundina. Margra ára reynsla sýnir og sannar, að fjölmennustu og fjörug- ustu fundirnir eru það, sem K. R. kallar „Pólitískt kjaftæði“. Ekkert er því eðlilegra en, að stjórn Hugins taki tillit til fenginnar reynslu og velji umræðuefni samkvæmt því. K. R. og fleiri hafa mikið talað um skyldur félagsins gagnvart nemendum, en aldrei minnzt á skyldur nemenda við félag- ið. Og eru þeim, sem hœst tala um skyldur félagsins Ijósar skyldur sínar gagnvart fé- laginu? Skrif K. R. um Muninn læt ég kyr liggja, enda málið honum næsta skylt. Hins vegar vil ég benda K. R. á, að starfsemi leik- félagsins hefir ekki legið niðri vegna skorts á „hæfileikum til að gretta sig“, heldur vegna fjárhagsörðugleika og núver- andi stjórn málfundafélagsins hefir það fram yfir margar aðrar stjórnir félagsins að liafa rétt við fjárhag Hugins, sem var í megnustu óreiðu. Nú þegar ég læt af formennsku í Hugin, vil ég brýna fyrir mönnum að muna vel skyldur sýnar við félagið, því að án áhuga félagsmanna verður ekkert gert. Jósef H. Þorgeirsson. Ninning Um sumarkvöldin sátum vid ein í sólskríkjukvaki við bæinn, þar lœkjarsprœnan leikur við stein og lœðist í kolgrænan sæinn. Er linigin var sólin í sœinn, og smábátar vögguðu hljótt, kvöddum við döpur daginn en draumarnir komu fljótt. Og draumarnir eru hugaheimar o’ní hyldjúpri nœturgjá. I óræfqfjarlægð sálin sveimar af söknuði fyllt og þrá. Og nú eftir fjöldamörg umliðin ár ég á engin silfurtár. En tárin sem daggperlur gamlar glóa á gullnum fífli langt út í móa. Þau eru mín hinzta liugsun til þín og hinzta stjarnan, sem skín. K n ú t u r.

x

Epilogus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Epilogus
https://timarit.is/publication/455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.