Epilogus - 01.04.1955, Blaðsíða 8
8
E P ILOG U S
Viðlal við skólameistara
Blaðið átti viðtal við' skólameistara, hr.
Þórarinn Björnsson, fyrir skömmu og leit-
aði fregna um eitt og annað, sem nemendur
og skólann varðar. Skólameistari veitti
fúslega eftirfarandi upplýsingar um vænt-
anleg próf:
VI. bekkur fer í upplestrarleyfi 23. apríl,
og þann dag verður Dimittendakvöldið.
Síðasta stúdentsprófið verður 15. júní, en
skólanum sagt upp 17. júní, svo sem venja
er til. V. bekkur verður lengst allra bekkja
í tímum, eða allt fram til 6. maí. IV. bekk-
ur hættir tímasókn um næstu mánaðarmót,
eitt próf verður hjá IV. og V. bekk eftir
hvítasunnu, en þeir nemendur, sem komast
vilja heim fyrir hvítasunnu gela tekið
skyndipróf. III. bekkur sækir skóla fram til
mánaðarmóta apríl—maí, en lýkur öllum
prófum fyrir hvítasunnu. Landsprófsdeild-
in fór í upplestrarleyfi núna um helgina.
Síðasta próf þeirra, náttúrufræðin, verður
eftir hvítasunnu. I. og II. bekkur ljúka
sínum prófum um 10. eða 12. maí.
Skólameistari minntist á, að nokkrir
nemendur og vinir Sigurðar heitins Guð-
mundssonar skólameistara hefðu ákveðið
að gefa skólanum brjóstlíkön af Sigurði
Guðmundssyni og frú Halldóru Ólafsdótt-
ur, lconu hans. Líkönin munu verða á ein-
um stöpli og staðsett norðan og ofanvert
við skólann. Asmundur Sveinsson mynd-
höggvari vinnur nú að þessu verki, en af-
steypur verða gerðar erlendis.
Þá hefir komið til orða, að saga Möðru-
vallaskóla, sem Sigurður Guðmundsson
skólameistari ritaði í sambandi við 50 ára
afmæli skólans árið 1930, verði gefin út.
Bók þessari mun sennilega fylgja nem-
endatal.
Varðandi framkvæmdir við hús skólans
á sumri komanda tjáði skólameistari blað-
inu, að ákveðið væri, að ganga frá nýja
Heimavistarhúsinu að utan, en sennilega
verður ekki hægt að gera meira, sökum
þess hve fjárveiting er naum. Aðeins 250
þús. kr. á fjárlögum yfirstandandi árs.
/■
E PILOG U S
1. tbl. 1. árg.
Útgcfcndur:
Nokkrir Menntskælingar
Abyrgðarmaður:
Brynjólfur Sveinsson.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.