Epilogus - 01.04.1955, Blaðsíða 9

Epilogus - 01.04.1955, Blaðsíða 9
E P IL OG U S 9 Hugleiðing um tízkuna Framh. af 6. síðu. og ljóta girðingarstaura taka á sig mynd ljósastaurs með mörg pund ai varalit og púðri á smettinu, svo rnikið af svertu í augnahárunum, að nægt hefði, til þess að prenta heilt upplag af Morgunhlaðinu með Lesbók, þvörulaangar neglur, trítlandi á stultuháum skóm, dreifandi svo sterkri ilm- vatnslykt um marga ferkílometra svæði, að blóm fölna og kýr tapa nyt. Við karlmennirnir lítum því með lotn- ingu til ofurkappa liðinna alda, sem óttuð- ust ekki fagrar konur frekar en örvamæli óvinarins. Við minnumst Aeneasar í kvæði Virgils, sem stóðst hverja stórárás á fætur annari af hendi Didoar. Aeneas var dæmigerður karlmaður þeirra tíma og ætti að vera karlmönnum nútímans í senn leið- arljós og takmark. En Dido söng eins vel og Ingibjörg Þorbergs og spilaði eins vel á guitarinn og gömul Herkerling. Og textarn- ir, sem hún söng hafa sennilega ekki gefið textum þeirra Horacar og Kristjáns frá Djúpalæk neitt eftir. Hvin var sannkölluð Gina Lollobrigida þeirra tíma, þrátt fyrir að hvorki Dior xié Helena Rubinstein voru þá borin í þennan heim. En Aeneas lét ekki á sér neinn bilbug finna. Ærður af grát- veinum og kossasmellum Didoar synti hann í táraflóði hennar á braut, og það voru kná- leg sundtök. Já, þannig menn þyrftum við að eiga í dag. Þá þyrfti tunglið ekki að skammast sín fyrir návist þessarar vesælu jarðar. En þannig er það með tízkuna og kvenfólkið. Það notfærir sér heimsku karlmannsins og veikleika sér til vaxtar og viðgangs. Nátt- úrufræðingar mundu sennilega flokka þær undir snýkla, og finnst mér það ekki svo fráleitt. Með þeim hætti hefur tízkan allt frá Evu dögum verið sífelld nýjung í heimi þeirra læknavísinda, er lúta að kvensjúk- dómum. Lyf, sem verður úrelt en öðlast dularfullan kyngikraft við nokkurra ára- tuga geymslu. Þannig hefur þetta gengið í endalausum bylgjum. Eitt í dag, annað á morgun, og hið fyrra svo þarnæsta dag. I þessu sam- hand er ekkert óhugsanlegt. Hver veit, nema skyndilega taki tízkan víxlspor og reyni nýjar leiðir. Það væri t. d. ekki óhugsandi, að einn góðan veðurdag taki kvenfólkið okkar upp á því að mála sig svart, og að svertingjadömur máluðu sig þá hvítar. En það eru kannske lítil líkindi íil þess. Aftur á móti er ekkert sennilegra en, að kvenfólk- ið taki með árunum að flytja sig aftur í tímann og lykti að lokum í gerfi okkar gömlu góðu Evu. Sem sagt, að laufblaða- tízkan haldi innreið sína í annað sinn. Það yrði svo sem ekki dónalegt líf, en samt sem áður vona ég, að við Dior verðum þá báðii' komnir undir græna torfu. hjh.

x

Epilogus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Epilogus
https://timarit.is/publication/455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.