Epilogus - 01.04.1955, Blaðsíða 7

Epilogus - 01.04.1955, Blaðsíða 7
E P I L O G U S 7 Ég gekk eitt vorkvöld, slðla, upp í kirkju- garð. Ég var aleinn og reikaði innan um leiðin eins og vængbrotinn, einmana fugl. Þá sá ég allt í einu leiði, dálítið afsíðis, og það var lítið og lágt. Prékrossinn, sem eflaust liafði eitt sinn staðið uppréttur, var fallinn, og ég tók ltann upp og þurrk- aði af honum moldina. Og skyndilega, þeg- ar ég stóð þarna með krossinn í hendinni. og í hinni skringilegu stígandi og liníg- andi, sem svo mjög einkennir kirkjugarða ásamt hinni þrungnu kyrrð, þá greip mig hrífandi, og þetta kvæði varð til. BVÍ8L Eg heyri röddu hins þreytta og fagnandi manns hjá þúsundum blóma og Ijósálfafans...... — Eg lief beðið og hlustað við lítið leiði og langað að vila hvað vœri á seyði. Eg hef jundið bœnirnar blíðu óma og bergmál í nœsta kletti hljóma. Eg hef séð inn í draumanna hyldjúpu heima. þar sem hundruðir anda í loftinu sveima. Eg hef hlustað og skynjað stráin hvísla og horft út í myrkrið sem einmana hrísla. Eg lief heyrt í mér hjartað slást og hoppa í hlíðunum fjallalœkina skoppa. — Nú veit ég, að maður, sem lágt var lagður í litla gröf og dáinn sagður. Eg veit, að hann lifir í holti og hæðum þótt hungraður sé og sviptur klæðum. — Því set ég á leiðið lárviðarkrans í lofsverðri minningu lítils manns. KNÚTUR.

x

Epilogus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Epilogus
https://timarit.is/publication/455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.