Framtíðin - 01.04.1908, Page 6
22.
FRAMTIÐIN.
Síöastli'Si'S suniar — 7. Júní — voru liö-
in hundrað ár frá fæSingu séra Tómasar;
voru þá gefin út bréf hans i einni heild til
minningar um hann; er það gott rit og
eigulegt; lýsa bréfin manninum vel, enda
voru þau rituS seint og snemma á æfi
hans; sum á námsárum, sum á fullorðins-
árum hans, er hann var tekinn að starfa.
Nú mun eg segja lítið eitt frá honum
hér á eftir: hversu honum var farið, og
hvernig hann lifði og starfaði fyrir ætt-
jörð sina, uns fjör þraut, með dæmafáum
dugnaði, áhuga og ósíngirni.
Veit eu og hans verða spor,
svo þd Tómas frá oss fœri,
fullvel er það sem hann vrr ri
ennþá mitt á meðal vor:
lengi mun hans lifa rödd,
þrein og djörf. um hæðir, lautir ,
húsin öll ok víðar hrautir,
er Isafold er illa stödd. — J. H.
Skömmu eftir aldamótin 1800 bjó að
Kúhóli, i Austur-Landeyjum í Rangárþingi
bóndi sá, er Sæmundur Ögnnmdsson hét.
Kona hans hét Guðrún og var Jónsdóttii.
7. Júnímánaðar 1807 fæddist þeim hjón-
um sonur; var hann vatni ausinn og nefnd-
ur Tómas; úr sveini þessum varð síðar
hinn þjóðkunni íslendingur, mikilmennið
Tómas Sæmundsson.
Hann fædd st upp með foreldrum sínum
austur þar.unshann var fhntán vetra; fyrst
á Kúbóli, cn seinna í Eyvindarholti undir
Eyjafjöllum; cr það næsta sveit við Land-
evjarnar austan megin Markarfljóts; skil-
ur fljótið eitt í milli.
Foreldrar Tómasar voru mestu sórna-
hjón; samhent mjög í hverskonar fram-
takssemi, þrifnaði og ráðdeild; Sæmundur
bóndi kvað hafa verið búhöldur góður;
stóð bú hans alla stund með meiri blóma,
en alment gerðist i þá tíð á Islandi; mun
Tómas liafa lært af honum ýmislegt, er að
btiskap laut; er eigi óliklegt, að honum hafi
i hug komið. þegar hann sá, hversu föður
sínum búnaðist, að þannig gæti fleirum
farnast, ef vel og hyggilega væri að verið.
Svo mikið er víst, að ást og trú hafði hann
á íslenskum landbúnaði alla tíð, enda sýndi
liann síöar, að hann kunni búi að stýra;
þegar hann tók sjálfur við búsforráðum,
var það eitt af hans mörgu og miklu á-
hugamálum að koma landbúnaðinum í
betra og hyggilegra horf; örfa til skyn-
samlegra umbóta og breytinga eftir því
sem reynslan hafði sýnt að vel gafst ann-
arstaðar.
í föðurgarði gekk Tómas að allri vinnu
eins og títt er uni unglinga í sveitum; er
mælt, að eigi hafi hann verið svo bráðgjör
að líkamsatgerfi eins og sálarþroska; þó
veriö fylginn sér með hvert það starf, er
hann gekk að. Ef til vill hefur þó föður
hans ekki þótt hann efni í (þann starfsmann,
er hann vildi og áleit að við þyrfti, ef bú-
skapur ætti vel að sækjast; má vera, aðþað
hafi verið meðfram undirrót þess, að hann
kom honum að Odda til skólanáms hjá
Steingrími prófasti Jónssyni, er síðar varð
biskup. T>ó munu gáfur hans hafa snemma
komiö i Ijós i æsku; er þess getið, að hans
mesta yndi hafi verið að fara með hækur.
í Odda var hann 3 vetur; var framgang-
ur hans góður í bóklegum fræðum; tók þá
Hkamsþroski hans jafnframt mikilli fram-
för, er crfiðið var minna. Steingrímur
prófastur tók miklu ástfóstri við sveininn;
hefur hann fundið, livað í honum bjó; var
með þeim ástfólgin vinátta síðan, meðan
báðir lifðu.
Frá Odda fór hann í Bessastaða-skóla;
var hann nú vel undirbúinn námið og sam-
kepnina; hann lá heldur ekki á liði sinu og
sóttist vel róðurinn. í skólanum voru
margir ungir efnisntenn um þessar mund-
ir; batt Tómas vináttu við ýmsa þeirra,
sem entist vel. T>ar kyntist hann Jónasi
Hallgrimssyni; er hin fölskvalausa vinátta
þeirra kunnari, en frá þurfi að segja.
Úr Bessastaða-skóla útskrifaðist hann
eftir 3 vetra dvöl áriö 1827; var hann þá
rúmlega tvítugur að aldri; santa sumar
sigldi hann til háskólans í Kaupmanna-
höfn; tók inntökupróf um haustið : ári síð-
ar lauk bann hinu heimspekilega prófi; tók
hann nú að stunda guðfræðisnám af kappi.
Hann hafði mjög þráð að fara utan; vikli
hann skoða sig um í veröldinni, stækka
sjóndeiklarhring sinn og auðga anda sinn
með ástundun hinna æðri vísinda. Settist