Framtíðin - 01.04.1908, Qupperneq 11
FRAMTIÐIN.
27.
kennilegasta og niáttkasta í lyndiseinkunn
íslensku þjó'öarinnar kom fram í lifi hans,
einkendi hiö höföinglega skapferli hans,
var kjarninn í hugsjónum hans og lýsti sér
öfluglega í starfi hans og framkvæmdum.
Hann kunni ekki að óttast óvini, torfær-
ur, sjúkdóm né dauða; en bauð því öllu
lntgrór bvrginn. Hann var jafn-þolinn og
•þrautseigur á löngum og örðugum ferða-
lögum eins og heima fyrir í umfangsmikl-
um sýslunum og kveljandi vanheilsu.
Brjóst hans var fult þegar á unglingsárun-
um af mentaþrá, og farfýsi hins forna, víð-
förla víkings, sem leitar sér um lönd og höf
atburða og æfintýra. Andi hans var við-
sýnn og athugull og þess vegna fengsamur
á framandi stöðum aö afla þess er gott og
nytsamt var; því snýr hann heim úr víkingu
meö skip sín hlaðin andlegu gulli og ger-
seniuni; enda var honum ekki efnis vant,
þcgar beim kom og hann tók að reisa úr
rústum helgidóma þjóðar sinnar. T>á fær-
ist hann í ásmegin og kemur á hann nokk-
urskonar berserksgangur; hann hamast að
umbótastarfi því, er hann hafði sett sér,
svo aö ómennska, fáfrreöi, deyfð og vilja-
levsi landsmanna hrökk undan og nátt-
tröll dáðleysisins verða að steinum, hér og
þar um fjörðu og dali, fyrir dagsljósi
hinna nýju, djarfmannlegti hugsjóna hans.
Enginn samtíðarmanna Tómasar — að
Tóni Sigurðssyni undan skildum — lagði
digrari fjársjóð að fótum Ejallkonunnar;
þess vegna er hann einna merkastur fs-
lendingur tíma síns, og hann ber höfuð og
herðar yfir alla sonu landsins, er síðan
hafa unniö að heill íslensku iþjóðarinnar
sökum þess, að hann færði ættjörðinni líf
sitt heilt og óskipt að fórn. Hann hafði
ekki hag hennar í hjáverkum; fyrir honum
vakti aldrei annað en gagn landsins. Hann
sýndi íslandi barnslega einlægni í öllum
greinum. Hann „skipti um himin, en ekki
hug“, þótt hann ferðaðist um önnur lönd
og dveldi um hríð með framandi þjóðum.
Elugur hans var æ hinn sami til íslands.
Ósíngirnin í starfi Tómasar er aðdáunar-
verð. Fegurra dæmi kristilegrar ættjarð-
arástar, sannleikselsku, dáðríks starfs og
drengskapar, hvort sem vinir eða óvinir—
óvinir landsins—áttu í hlut, finst ekki með
þjóð vorri.
Trú hans á landið var jafn-heit og ein-
læg eins og elska hans á því; þess vegna
lagði hann aklrei árar í bát né féllust hend-
ur í framkvæmdum; deyjandi var hann
þess fullvís, að ísland ætti framtíð í vænd-
um; hvort sú von rættist eða ekki, er und-
ir niðjum þess komið.
'l'ómas Sæmundsson hefur unnið sér með
starfi sinu þakklæti, elsku og virðingu allra
íslendinga, sem íslandi unna; kynslóðirn-
ar niunu blessa líf hans og geyma minn-
ingu hans í heiðri; en þá verða jþær jafn-
framt að lifa og starfa í hans anda og að
hans dæmi. Líf hans brennur eins og bál-
viti á háfjalli og lýsir fjörðum og fjall-
dölum fslands, eyjum og andnesjum leið til
menningar og manndáða.
Slíka sonu þyrfti ísland aö eiga marga.
Jesús segir, að enginn geti auðsýnt öðr-
’-m mciri clsku cn þá, að fórna lífi sínu
fyrir hann.
Tómas Sæmundsson liföi og dó fyrir ís-
1? nd.
p.t. Winnipeg, 29. Mars 1908.
Lárus Sigurjónsson.
----o---
HVERS VEGNA FAST SVO MARGIR
ÍSLENDINGAR VID LJÓDAGERÐ?
Ræða, setn hr. Jóhannes Pálsson, stud.mcd.,
flutti í Winnipeg í Febr. síðastl.
Pað er vist að bera í bakkafullan læk-
inn að minnast á kveðskap íslendinga;
svo mikið hefur verið ritað utn það mál.
T>ó er mt þetta hlutverk mitt hér í kvöld.
Mikil breyting á sér stað á einstaklingn-
utn, frá þvi hann er barn og þar til hann
er fulltíða. En þó er hann fulltíða maður
að meira eða minna leyti barnið—þroskað.
Hann er barnið, lagað eða afskræmt, bætt
eða skemt, betrað cða spilt. En breyting-
in fep eftir áhrifum, atvikum og viðburðum