Framtíðin - 15.11.1908, Blaðsíða 7

Framtíðin - 15.11.1908, Blaðsíða 7
/•' / A M T í Ð I N. 143 höfðu látiö til sín heyra söng um >ær slóöir. Fyrir fólki'ð, sem var meö í leiöangrin- urn, hefur ferðin sjálfsagt orðið sterk livöt til að halda áfram og slá ckki slöku við með æfingar, en fylkja sér iþétt undir söng-forustu séra Hansar. Líka má telja sjálfsagt, að unga fólkið islenska i Pemb- ina County finni sterkari hvöt hjá sér til l>ess að vera með og færa sér í nyt tilsögn l>á og stjórn, sem iþví hýðst :.nt meðan séra llansar nýtur við, og hann leggur krafta sína fram til þess að hjálpa söngnum á- fram. Einnig ætti fólk annars staðar, iþegar það heyrir hvað íslenskur söngflokkur get- ur gert, sem hefur viljað gefa sér tíma og leggja á sig vinnu við æfingar, að taka riigg á sig og fara að sinna söngnum betur. Hreint loft. Nú er veturinn kominn, og nú vill fólk lialda húsunum sínum hlýjum, eins og á að vera. En iþá er hættan sú, að halda hreina loftinu úti, en hinu óhreina inni. Margt fólk er ekki eins hrætt við óhreina loftið, eins og við kuldann. Það hugsar ekki út í það, hvað skaðlegt óhreint loft er, en hreint loft nauðsynlegt. Hreint loft er fæða eins nauðsynleg og hver önnur fæða. ]>að er ekki hægt að lifa á loftinu, er sagt. En þó lifum við á hreina loftinu að svo ákaflega miklu leyti. Okkur er þaö lífs- nauðsyn. Enginn heldur heilsunni, sem lengi er í óhreinu lofti. Margur hefir tek- ið eftir iþví, að hann hefur oft vaknað með ónot og þyngsli yfir höfðinu. Honurn hef- ur óðar létt og hann hefur komið út i fríska loftið. Óhreina loftið í svefnher- berginu olli ónotum yfir höfðinu. Allir ættu að gá að að láta ekki glugga eða luirðir vera of læstar á vetrum. Lofa hrcina loftinu að komast inn í húsin sín. Lá verður hollara að búa í þeim, og heils- an betri. TILKYNNING.—Þá alla, sem kunna að vera að fást við stofnun nýrra banda- laga, læt jeg hérmcð vita, að þeir geta fengið grundvallarlög hinna sameinuðu bandalaga með því að snúa sér til mín. Kolbeinn Sæmundsson. P. O. Box 3084, Winnipeg. Skýringar viö lestrarskrá bandalaganna 1908—9. Eftir Jóhannes S. Björnsson. IV. Skólaljó'ö /bls. 21—43J. Jónas Hallgrímsson—inargt var rætt og ritað um hann á nýafstöðnu hundrað ára afmæli hans (ió. Nóv. 1907/. Lesið fyr- irlestur Þorst. Gislasonar uin hann ef þið getið. Einnig fræðist maður um hann all- mikið við lestur „Bréíá“ séra Tómasar Sæmundssonar. Lærið utanbókar aö minsta kosti eitt eða tvö af fegurstu kvæðum hans hér, t. d. Gunnarshólma, Fjallið Skjald- breiður, eða ísland. Lesið skýringar fyr- ir aftan og flettið upp tilvitnunuin í forn- söguþættina. borgcir — Ljósvetninga- goði. Hcðinn — Skarphéðinn Njálsson. Snorrabúð—búð Snorra goða þá hann var á þingi — nú lambastekkur. Berið sam- an hversu Jónas harmar afturför landsins við: „Kveður þú ljóð um hali horfna“, o. s. frv. í „Dettifoss” eftir Kristján Jónsson, og um harmatölur Byrons um horfna frægð Grikkja í Iles of Greccc. — I Heið- ióar-kvœði sést hve Jónas elskaði náttúr- una, enn fremur sést hér eins og víðar lotning hans og trú. — Fýkur yfir hœðir— sannur viðburður. Fátt hefur fegurra ver- i'ð helgaö móðurástinni en kvæði þetta.— Foss......hjalar — persónugerving /per- sonificationj. Frosti og Fjalar—dvergar. Lærið afstöðu Eyjafjallatinds, Rangár- vallar og Markarfljóts. Lesið um Gunnar ef sagan er ykkur ekki fersk í ininni. — Sláttuvlsur—dróttkveðið. Bg bið að heilsa —ættjarðarástin hvetur hann til að senda þessa hlýju kveðju heim frá Höfn. Logi (1. er.J—persónugjörvingur. Oft hjá Jón- asi. Fjallið Skjaldbreiður—það er gull- fallegt. — Bggcrt Ólafsson—kvæði hans möttu Fjölnismenn mjög mikið. Þau vöktu þá, og samhliða tíðaranda þeim, sem þá ríkti á Norðurlöndum, hvöttu þá til starfa. Athugascmdir.—(1) Af vangá var sagt Í síðustu skýringum, að Svb. Egilsson hafi veriö sonur Gröndals eldra. (2) í næsta blaði birtast skýringar við hinar tvær bæk- urnar.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað: 18. Tölublað (15.11.1908)
https://timarit.is/issue/309606

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. Tölublað (15.11.1908)

Aðgerðir: